fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Borgarstarfsmaður sem féll af bílpalli lagði tryggingafélag fyrir dómi – Reikningurinn yfir 15 milljónir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. febrúar 2022 18:00

mynd/GVA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrrverandi starfsmaður hjá Reykjavíkurborg, sem féll af palli rafmagnsvörubíl og hlaut af því varanlegan skaða, lagði í gær tryggingafélag borgarinnar í Héraðsdómi Reykjavíkur.

Slysið varð er fluttur var tiltekinn farmur með rafmagnspallbílnum eftir holóttum vegi. Starfsmaðurinn segir að yfirmaður hans hafi sagt honum að setjast á pallinn. Segist hann hafa hlýtt þeim fyrirmælum og setið með bakið upp að glugganum sem skilur að farþegarými bílsins og pallinn. Í framhaldinu hafi bílnum verið ekið eftir holóttum malarvegi og síðan hafi hann sennilega lent í holu sem hafi orðið þess valdandi að maðurinn skaust upp í loftið og datt af pallinum beint á bakið.

Yfirmaður hins slasaða ók honum á slysadeild og tilkynnti slysið síðan til Vinnueftirlits ríkisins með eftirfarandi orðsendingu:

„A sat aftan á palli á litlum rafmagnsbíl (golfbíl). Rafmagnsbíllinn var að keyra á milli svæða í X sem er lokað vinnusvæði. A datt af pallinum og niður á malarveg.
Rafmagnsbíllinn var ekki á mikilli ferð.“

Hvorki borgin, vinnuveitandi mannsins, né Vinnueftirlitið rannsökuðu slysið en maðurinn fékk greiddar rúmlega 1,6 milljónir í slysabætur frá embætti borgarlögmanns. Var sú greiðsla byggð á mati um 8% örorku. Var það árið 2015 en slysið átti sér stað árið 2014.

Maðurinn krafðist frekari bóta út hendi vinnuveitandans, Sjóvá Almennra, sem neitaði bótaskyldu. Maðurinn skaut þá málinu til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum sem komst að þeirri niðurstöðu að maðurinn ætti rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu Reykjavíkurborgar hjá Sjóvá almennum. Tryggingafélagið undi þeim úrskurði ekki og neitaði að greiða manninum bætur.

Hann stefndi því tryggingafélaginu fyrir dóm og tefldi þar fram niðurstöðu dómskvaddra matsmanna um að varanleg örorka hans væri 25%. Á þeim grundvelli krafðist hann rúmlega 12,3 milljóna króna í bætur auk dráttarvaxta.

Tungumálaerfiðleikar gætu hafa átt þátt í atvikinu

Tekist var á um það fyrir dómi hvort manninum hafi verið bannað að sitja á palli bílsins eða hvort honum hafi beinlínis verið sagt að gera það. Pallar umræddra bíla eru ekki ætlaðir til fólksflutninga og bannað er að sitja á þeim. Yfirverkstjóri sagðist ekki muna hvort fyrirmælin hafi verið gefin á ensku eða íslensku eða blöndu af báðum tungumálum, en hún talar ekki góða ensku.

Það var niðurstaða dómsins að þessi vafi væri stefnanda í hag og það hafi verið á ábyrgð vinnuveitandans að tryggja að hann settist ekki á pallinn.

Var gengið að öllum kröfum mannsins, þ.e. um rúmlega 12,3 milljónir króna í skaðabætur auk dráttarvaxta. Frádregin er þó upphæðin sem hann hafði fengið greidda, 1,6 milljónir. Auk þess þarf tryggingafélagið að greiða málskostnað upp á 2,5 milljónir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“