fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Segir Sólveigu Önnu hafa brugðist skyldum sínum og varar félagsmenn við – „Hún mun heimta virðingu og hlýðni“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. febrúar 2022 13:30

mynd/samsett DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttan um Eflingu stendur nú sem hæst en í síðustu viku gaf kjörstjórn í komandi formannskjöri stéttarfélagsins það út að þrjú gild framboð hefðu borist. Er þar um að ræða A-lista Ólafar Helgu Adolfsdóttur, B-lista Sólveigar Önnu Jónsdóttur, fyrrum formanns Eflingar, og C-lista Guðmundar Jónatans Baldurssonar.

Ljóst er að andað hefur köldu milli Sólveigar og Ólafar undanfarin misseri. Greindi Fréttablaðið frá því á fimmtudag síðastliðinn að Sólveigu hefði verið boðið sæti á lista Ólafar, en að það hafi ekki verið efsta sæti, að sögn Sólveigar. Þriðji frambjóðandinn, Guðmundur, sagði þá jafnframt í Fréttavaktinni á Hringbraut í síðustu viku að á félagið hefði fallið gríðarlegur sálfræðikostnaður vegna átaka um formannsstöðu Eflingar og að félagið hlyti að vera heimsmethafi í starfsmannaveltu.

Leiðir Sólveigar og Ólafar lágu saman í fyrrahaust þegar Ólöfu var sagt upp af Icelandair. Studdi Efling undir forystu Sólveigar Önnu mál Ólafar gegn flugfélaginu af miklum eldmóð, en Ólöf var þá trúnaðarmaður stéttarfélagsins þar.

Í pistli sínum á Vísi í morgun rifjar Ólöf þessa sögu upp og segist nú vilja verða næsti formaður Eflingar. Ólöf skrifar:

Fyrir nokkrum mánuðum var mér sagt upp sem hlaðmanni við Reykjavíkurflugvöll fyrir að standa í réttindabaráttu sem trúnaðarmaður. Ég neitaði að hlýða yfirvaldinu og hef farið með málið alla leið í félagsdóm. Ég lagði allt í veðið og vil gera það áfram sem næsti formaður Eflingar.

Þegar að mér bauðst að verða varaformaður félagsins var það því formaður og framkvæmdastjóri höfðu sagt af sér og yfirgefið skipið sem þau höfðu sjálf siglt í ólgusjó. Eftir að þau yfirgáfu skipið tók við stormasamur tími þar sem allir lögðust á eitt til þess að sjá til þess að skrifstofan yrði ekki óstarfhæf svo stéttarfélagið geti enn sinnt kjarnaþjónustu sinni og liðsinnt félagsfólki okkar.

Ólöf segir að sú samvinna hafi tekist en að nú reyni enn frekar á. Bendir hún á að framundan séu stór mál sem þurfi að leysa og nefnir húsnæðismál, vaxtamál og skattamál. „Við náum hins vegar engu fram með innbyrðis átökum þar sem við setjum persónur ofar félagsmönnum,“ skrifar Ólöf, en nefnir engin nöfn í því samhengi. „Starf Eflingar er of mikilvægt til þess. Við erum á leið í erfiða kjarasamninga og nú er ekki tímapunkturinn til að veikja félagið okkar með átökum og að hreinsa út okkar góða og reynslumikla fólk sem starfar fyrir félagið,“ segir hún jafnframt.

Sólveig Anna er í viðtali nýjustu Stundarinnar þar sem vísað er í hana í forsíðufyrirsögninni: „Komin aftur og krefst virðingar“. Pistill Ólafar ber hins vegar heitið: „Ég vil ávinna mér virðingu.“

Nú hefur fyrrum formaður boðað endurkomu sína sem mun einkennast af meiri hörku og sterkari stjórnarháttum. Hún mun heimta virðingu og hlýðni. Eflingarlistinn varð til því að fyrri stjórnendur brugðust skyldum sínum, og uppbygging hans er mótsvar við því sem virkaði ekki hjá fyrirverum okkar. Listinn var lýðræðislega samstilltur, en fjölbreytni hans endurspeglar félagsmenn okkar sem koma úr ýmsum áttum. Sem formannsefni flokksins heimta ég ekki virðingu, heldur vil ég ávinna mér hana með baráttu minni.

Ólöf segist þá ætla að standa vörð um hagsmuni félagsmanna Eflingar. „Ég vil aftur leggja allt í veðið og þarf þinn stuðning við Eflingarlistann til þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“