fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Ekkert ferðaveður víðast hvar á landinu – Færðin á höfuðborgarsvæðinu þó betri en reiknað var með – Uppfært

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. febrúar 2022 04:05

Á aðfangadagskvöld er útlit fyrir suðvestan storm með dimmum éljum á sunnan- og vestanverðu landinu. Mynd: Pjetur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og spáð hafði verið er óveður skollið á landinu. Rauð viðvörun hefur tekið gildi fyrir höfuðborgarsvæðið en þar er veðrið slæmt þegar þetta er skrifað og það sama á við um Reykjanes.

Björgunarsveitir eru farnar að sinna fyrstu verkefnunum á höfuðborgarsvæðinu. RÚV hefur eftir Davíð Má Bjarnasyni, upplýsingafulltrúa, Landsbjargar að svalahurðir hafi fokið upp og rúður hafi brotnað. Einnig hafa ökumenn óskað eftir aðstoð eftir að hafa fest bíla sína. Hann sagði að hvesst hafi klukkan hálf fjögur og sé nú snarvitlaust veður á höfuðborgarsvæðinu og eigi fólk ekki að vera á ferðinni.

Hér fyrir neðan eru uppfærðar fréttir af gangi mála, þær nýjustu efst.

Uppfært klukkan 09.02

Vegagerðin segir í færslu á Twitter að ekkert ferðaveður sé víðast hvar á landinu.

Uppfært klukkan 08.45

Vonskuveður er á Vestfjörðum. Í Bolungarvík hafa mælst 27 m/s í hviðum og á Patreksfirði 31 m/s. Í vefmyndavélum á vef snerpa.is er hægt að sjá hvernig veðrið er á nokkrum stöðum í fjórðungnum.

Klukkan 08.28

Þjóðvegur 1 á Suðurlandi er lokaður en þæfingsfærð er í uppsveitum Árnessýslu og stórhríð að því er Vegagerðin segir. Vegir austan Jökulsárlóns eru einnig lokaðir en ekki er vitað um ástand vega að öðru leyti.

Klukkan 08.00

Nú er rafmagnslaust á Höfn í Hornafirði og nærsveitum þar sem Hafnarlínu 1 sló út.

Klukkan 07.43

Ekki snjóaði eins mikið á höfuðborgarsvæðinu í nótt og reiknað var með því hitinn var nokkuð yfir frostmarki. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að þess vegna séu flestar stofnæðar og tengibrautir færar sem og fjölmargar íbúðagötur. Ófærar íbúðagötur verða mokaðar fram eftir morgni en það á helst við í efri byggðum borgarinnar. Hvetur lögreglan fólk til að meta búnað bíla sinna áður en það leggur af stað sem og færðina og ekki fara af stað ef það er ófærð.

Strætó stefnir á að hefja akstur á tíunda tímanum.

Klukkan 07.27

Veðrið er nú farið að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu og færist lægðin nú yfir norðausturland og austurland.

Klukkan 07.15

Á þessari vefsíðu er hægt að fylgjast með eldingum nánast í rauntíma.

Klukkan 06.54

Mörgum hefur væntanlega brugðið við þrumur og eldingar yfir höfuðborgarsvæðinu síðustu mínúturnar. Búast má við fleiri nú þegar það hlýnar hratt og lægðin færist yfir landið.

Klukkan 06.40

Eldingabelti nálgast landið að sögn Einars Sveinbjörnssonar, veðurfræðings.

Kort sem Einar birti á Facebooksíðu sinni.

Klukkan 06.30

Búið er að ræsa varaflsvélar í Bolungarvík og taka Breiðadalslínu 1 út í varúðarskyni.

Klukkan 05.49

Það er orðið þungfært víða í austurhluta höfuðborgarinnar og auðvitað ekkert vit að vera á ferðinni.

 

Klukkan 05.43

Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur, tísti yfirliti yfir mesta vindhraðann enn sem komið er.

Klukkan 05.20

Rafmagn er komið aftur á í Borgarfirði og á Snæfellsnesi.

Klukkan 05.12

Það er óhætt að segja að kolófært sé víðast hvar um landið. Svona lítur færðarkort Vegagerðarinnar út núna.

Færðin klukkan 05.12. Mynd:Vegagerðin

Klukkan 04.58

Nú er rafmagnslaust á Snæfellsnesi og Borgarfirði að sögn Landsnets.

Klukkan 04.57

Á vefsíðu Landsnets kemur fram að rafmagn hafi farið af járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga en hafi komist á um hálfri klukkustund síðar og sé verið að keyra verksmiðjuna upp aftur.

Klukkan 04.55

Björgunarsveitir eru farnar að sinna verkefnum í Vestmannaeyjum en þar er mjög hvasst.

Klukkan 04.30

Fregnir hafa borist af rafmagnsleysi í Landeyjum og Flóa á Suðurlandi. Starfsfólk Rarik vinnur að greiningu á hvað veldur og hefst viðgerð um leið og veður leyfir.

Klukkan 04.21

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir að spáin sé að ganga eftir.

Klukkan 04.15

Búið er að kalla út björgunarsveitir í Reykjanesbæ og á höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitarmenn eru að störfum í efri byggðum borgarinnar, Álftanesi og í Hafnarfirði.

Klukkan 04.05

Rafmagn fór af stórum hluta höfuðborgarsvæðisins um klukkan þrjú í nótt en nú á það að vera komið á aftur samkvæmt tilkynningu frá Landsneti.

Útsendingar frá Ólympíuleikunum í Kína liggja niðri hjá RÚV vegna veðurs en gervihnattadiskar ná ekki sambandi við Kína vegna veðurhamsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“

Sigurjón skaut hart á Sjálfstæðisflokkinn og Morgunblaðið – „Þeir sem töpuðu kosningunum eru óánægðir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“

Segir ríkisskattstjóra mismuna styrkþegum – „Bindum vonir við að fjármálaráðherra bregðist hratt og örugglega við“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki

Segir Rússa vera að endurvopnast í því skyni að ráðast á NATÓ-ríki