Í gær var því spáð að mikið óveður yrði um allt land og sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Meðal þess sem ákveðið var að gera vegna óveðursins var að blása allt skólahald af.
Spáin gekk eftir, mikið óveður var í nótt en síðan fór veðrið að róast eftir því sem leið á morguninn. Þá var ekki jafn ófært hér í borginni eins og spáð var.
Fjölmargir foreldrar hafa því gagnrýnt að öllu skólahaldi hafi verið slaufað allan daginn þar sem nú væri lítið mál að koma börnunum í skólann. Aðrir eru þó á því að um rétta ákvörðun hafi verið að ræða og að það sé bara fínt að skólahaldi hafi verið aflýst.
DV hefur því ákveðið að blása til könnunar með þessari einföldu spurningu: Var rétt ákvörðun að blása af skólahald vegna óveðursins?