fbpx
Laugardagur 08.febrúar 2025
Fréttir

Hviður fóru upp í 234 km/klst við Hvalfjarðargöng – Aftur óveður í kvöld

Heimir Hannesson
Mánudaginn 7. febrúar 2022 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þó veðrið í morgun hafi verið betra en varað hafði verið við er ljóst að mikill hvellur gekk yfir í nótt. Fréttir hafa borist af minniháttar skemmdum á húsum og bifreiðum í borginni, en heilt yfir er ljóst að betur fór en á horfðist.

Miðað við vindatölur sem vindmælar Vegagerðarinnar mældu í nótt er ljóst að verr hefði getað farið.

Þannig sýndi til dæmis vindmælirinn við Tíðaskarð, við suðurenda Hvalfjarðarganga, um 65 m/s hviðu klukkan 3:40 í nótt. Sjá má á línuriti vegagerðarinnar að veðrið fór hratt upp en dó jafnframt jafn hratt niður og var að mestu lokið um klukkan 7 í morgun.

65 metrar á sekúndu jafngilda um 234 km/klst.

Við Blikdalsá, rétt sunnan við Hvalfjörðinn fóru hviður upp í 50 m/s, eða um 180 km/klst.

Óveðrið færir sig nú fljótt norðaustur eftir landinu og er nú þegar farið að valda usla á Norðausturlandi og Austfjörðum. Það versta verður yfirstaðið þar um klukkan tvö í dag.

Um klukkan átta í kvöld fer aftur að hvessa á Suðurströnd og Suðvesturhorni en róast með morgni. Lokahnykkurinn skellur svo á Suður- og Suðausturlandi á miðvikudagsmorgun þegar tekur að blása duglega að norðan. Má búast við ófærð eða í besta falli mjög erfiðum akstursskilyrðum þar fram eftir miðvikudegi og fram á kvöld undir Vatnajökli og austur að Hvalnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti

Ævintýralega löng flugferð frá Tenerife til Akureyrar: Enduðu í Glasgow eftir átta tíma flug – Mikið klappað þegar vélin loksins lenti
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”

Elín: „Ég er þreytt á að finnast ég þurfa að réttlæta og verja starfið mitt”
Fréttir
Í gær

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu

Svona er Donald Trump sagður ætla að stöðva stríðið í Úkraínu
Fréttir
Í gær

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad

Staðfesta átta ára fangelsis­vist yfir Mohamad
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni

Vendingar í rannsókn dularfyllsta morðmáls Evrópu – Böndin beinast að tæpum svissneskum sérsveitarmanni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“