fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2024
Fréttir

Erlendir ljósmyndarar og ævintýrafólk minnast Haralds Diego – „Hann kom fram við mig eins og bróður sinn“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 7. febrúar 2022 11:30

Haraldur Unason Diego Mynd/Andro Loria

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og fram hefur komið hét flugmaður flugvélarinnar, sem fórst í Þingvallavatni, Haraldur Unason Diego. Hann var fæddur árið 1972 og lætur eftir sig eiginkonu og þrjú börn. Haraldur var menntaður viðskiptafræðingur en átti fjölbreyttan starfsferil, meðal annars starfaði hann um tíma sem blaðamaður á DV. Síðustu árin rak hann hinsvegar fyrirtækið Volcano Air ehf. og sérhæfði sig í útsýnisflugi og ljósmyndun úr lofti og sameinaði þar með sín tvö stærstu áhugamál.

Sjá einnig: Nöfn þeirra sem létust í flugslysinu

Heppinn að eiga slíkan vin

Haraldur naut mikilla vinsælda meðal erlendra ljósmyndara og ævintýrafólks þar sem hann gekk undir viðurnefninu Volcano pilot. Einn slíkur var hinn bandaríski Chris Burkard sem að nýtur mikillar hylli á Instagram en þar fylgjast um 3,7 milljónir manna með ævintýrum hans.

Burkard ferðast um allan heim til að taka myndir af náttúrunni og landslagi. Ísland á þó sérstakan stað í hjarta hans og miðað við viðbrögð hans á Instagram er það ekki síst Haraldi og fjölskyldu hans að þakka.

„Það verður aldrei til nógu stórt bókasafn sem gæti hýst sögurnar og þær reynslur sem ég hef upplifað með þessum manni og þau áhrif sem hann hefur haft á mig. Hann var meira en góður vinur minn, hann kom fram við mig eins og bróður sinn og stundum jafnvel son sinn,“ skrifar Burkard í minningarorðum á Instagram-síðu sína og segist vera gjörsamlega eyðilagður yfir tíðindunum.

Hann segir Harald hafa kennt sér að meta náttúru Íslands og menningu landsins og hafi gert það að verkum að hann upplifði sig velkominn í þessu nýja landi. „Velgengni mín sem manneskju, ljósmyndar og föður er að stórum hluta honum að þakka,“ skrifar Burkard.

Hann segist hafa upplifað mikla sorg, sársauka og reiði undanfarna daga en alltaf skjóti ein hugsun upp kollinum í huga hans. „Hversu heppinn var ég að eiga svona vin? Heppinn að hafa þekkt hann og deilt svona mikilli fegurð með honum. Minning hans mun lifa í sérhverri á, fjalli og landslagi sem ég ber augum.“

Burkard sendir svo samúðarkveðjur til eiginkonu Haraldar og barna hans en hvetur svo aðra fylgjendur sína sem þekktu flugmanninn að deila minningarorðum á Instagram. Viðbrögðin létu svo sannarlega ekki á sér standa mörg hundruð kveðjur hafa birst á miðlunum sem merktar eru #volcanopilot.

Ljóst er að Haraldur hefur snert streng í hjörtum margra Íslandsvina.

Valin minningarorð

„Stoppið klukkurnar – lífið, himininn og Ísland verður aldrei hið sama án þín bróðir, top all the clocks… life, sky and Iceland will never be the same without you brother“ – Andro Loria

Minn kæri vinur, ég mun aldrei gleyma okkar fyrsta flugi með börnunum mínum árið 2020. Þetta var erfiður tími í mínu lífi en ég gleymdi því öllu í háloftunum – fegurð Íslands var slík. Minn kæri vinu, ég mun heldur aldrei gleyma fluginu okkar með eiginkonu minni og dóttur í fyrra. Þú heillaðir stelpurnar mínar, húmor þinn og jákvæðni var einstök,“ – Oleg Rest

„Ó, við skemmtum okkur svo vel. Takk fyrir hláturinn og sönginn en þakka þér mest af öllu fyrir að sýna mér fallegasta stað veraldar, Ísland. Ég verð að alltaf stoltur af því að hafa flogið með þér. Hvíl í friði vinur minn, ég mun sakna þín.“ – Tommy Clarke.

„Hann snerti hjörtu svo margra með sinni glöðu nærveru og gjöfum sínum sem fólust í loftmyndunum ótrúlegu sem eru brenndar í minni manns. Þetta landslag mun alltaf töfra fram minngar um hann. Hvíl í friði vinur.“ – Renan Ozturk

„Í dag er sorglegur dagur. Haraldur var einn jákvæðasti og vinalegasti einstaklingur sem ég hef hitt á ævinni. Orkan hans var svo smitandi að það var ómögulegt annað en að skemmta sér með honum. Hann var fyrsti flugmaðurinn sem ég flaug með og það er honum að þakka að ég varð hugfanginn af ljósmyndun úr háloftunum. Hann var vinur sem ég á eftir að sakna sárt.“ – Marco Grossi

„Haraldur var einstakur. Orð duga ekki til þess að lýsa hvers konar manneskja hann var. Við munum sakna hans sem örlátasta, jákvæðasta, hlýjasta og mest hvetjandi einstaklings sem við höfum kynnst sem var að auki alltaf með frábært og vel tímasett skopskyn. Við kynntumst Haraldi fyrst fyrir áratug við gerð heimildarmyndar um eldfjöll. Hann flaug með okkur að Eyjafjallajökli og inn í heim sem við höfðum aldrei áður kynnst enda að heimsækja Ísland í fyrsta sinn. Eftir þetta hélst samband og í hvert einasta skipti sem við heimsóttum Ísland þá hittum við Harald og áttum góðar stundir með drykkjum, skemmtilegum sögum en fyrst og fremst opin og einlæg samskipti með miklum hlátrasköllum.“ – Starfsfólk GhostCat Medien Produktion í Þýskalandi

Færsla Chris Burkard

 

View this post on Instagram

 

A post shared by ChrisBurkard (@chrisburkard)

Færsla Andro Loria

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Andro Loria (@andro_loria)

Færsla Oleg Rest

 

View this post on Instagram

 

A post shared by OLEG REST (@olegrest)

Færsla Tommy Clarke

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Tommy Clarke (@tommy.clarke)

Færsla Renan Ozturk

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Renan Ozturk (@renan_ozturk)

Færsla Marco Grassi

Starfsmenn þýska fyrirtækisins GhostCat Medien Produktion minnast Haraldar

Færsla Albert Dros

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Albert Dros (@albertdrosphotography)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“

Yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar segir af sér vegna banatilræðisins gegn Trump – „Fullkomin vanhæfni“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór

Steinari ofbýður framkoma við erlenda ferðamenn – Var seldur pilsner við Seljalandsfoss þegar þau báðu um bjór
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð

Kvennaathvarfið nýtir gervigreind í nýrri vitundarvakningarherferð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum

Holskefla ofbeldisbrota gagnvart börnum gæti skýrst af kórónuveirufaraldrinum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki

Stingskatan Karlotta varð ólétt án maka – Meyfæðingin raungerðist þó ekki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum

Sögðu móður sína ekki muna kennitöluna sína þegar hún gerði erfðaskrána sem tvístraði systkinahópnum