fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Stormeltirinn Muhammed getur ekki beðið eftir óveðrinu í nótt – „Á topp þremur yfir það versta sem ég hef séð síðan ég fluttist til Íslands“

Björn Þorfinnsson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 22:20

Mu­hammed Emin Kizilka­ya, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mu­hammed Emin Kizilka­ya, verkefnastjóri innflytjendamála hjá Mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkurborgar, á sér óvenjulegt áhugamál. Hann elskar veðurfræði og þá sérstaklega storma og hverskonar óveður. Hann hefur það að hliðarstarfi að taka upp slíkar hamfarir og selja myndskeið til fjölmiðla um allan heim. Eins og gefur að skilja er hann því yfir sig spenntur fyrir ofsaveðrinu sem framundan er í nótt. Hann ætlar að vakna um þrjúleytið í nótt, fylgjast með hamförunum af gát, taka upp myndefni og streyma á Facebook-síðu sinni.

Muhammed kallar sig einfaldlega stormelti (e. storm chaser) og er farsæll sem slíkur.

Allt tíu sinnum verra með miklum snjó

„Þessi stomur er mjög óvenjulegur því að vindhraðinn verður mikill og með því verður mikill snjór. Það verður alltaf allt tíu sinnum verra þegar snjórinn fylgir með.  Færðin verður að öllum líkindum mjög slæm og því reikna ég ekki með því að fara neitt á bílnum. Ég fer að öllu með gát og reikna með að fara í stuttan göngutúr um hverfið og taka upp efnið,“ segir Muhammed.

Hann er fæddur í Danmörku en er af tyrknesk/kúrdísku bergi brotinn. Hann þakkar mömmu sinnu áhugann á veðri en þegar hann var á barnsaldri og sýndi veðrinu áhuga fékk hann barnabók sem útskýrði hin ýmsu veðurfyrirbrigði. Þá var ekki aftur snúið og í kjölfarið sökkti hann sér ofan í allt sem hann komst yfir um efnið. Hið margbreytilega veður á Íslandi heillaði hann og varð til þess að hann fluttist hingað til lands til þess að nema félagsfræði við Háskóla Íslands og njóta slagveðursins sem hér er gnótt af. Hann hefur svo ílengst í veðurparadísinni, sem hann kallar Ísland.

Útlitið var verra fyrir viku

Muhammed segist hafa fylgst lengi með storminum sem er á leiðinni. „Fyrir rúmri viku þá var allt útlit fyrir að þessi stormur yrði enn svakalegri. En síðan breyttist allt og fyrir fimm dögum hélt ég hreinlega að það yrði ekkert úr honum. Síðan breyttist spáin aftur og núna er ljóst að við munum upplifa þennan svakalega storm,“ segir Muhammed.

Eins og áður segir hefur hann búið hérlendis í rúm 8 ár og hefur því upplifað eitt og annað í íslensku veðurfari. „Þessi spá er á topp þremur yfir það versta sem ég hef séð síðan ég fluttist til Íslands,“ segir Muhammed.

Hann segist hafa áhyggjur af íslenskum innflytjendum sem að fylgjast ekki jafnvel með fréttum og innfæddir. „Fyrir tveimur árum var svakalegt óveður sem reið yfir og ég var á ferðinni alla nóttina. Ætlunin var að taka upp myndefni en þess í stað endaði ég með að vera að bjarga fólki, sem ekki talaði á íslensku. Þetta var fólk sem var á leið til vinnu og og hafði ekki hugmynd um hina slæmu spá né hafði orðið vart við viðvaranir. Það var kannski að bíða eftir strætó sem það vissi ekki að hafði verið aflýst. Ég held að það væri skynsamlegt að koma upp einhverskonar sms-kerfi svo hægt væri að láta alla vita að það sé ekkert ferðaverður,“ segir Muhammed.

Þeir sem verða vakandi í nótt vegna veðursins geta fylgst með Muhammed á Facebook-síðu hans þar sem hann gerir ráð fyrir að vera með beint streymi.

Fyrir áhugasama er síðan hægt að fylgjast með stöðu mála á lægðinni hér. 

Myndband frá stormi í febrúar 2020 þar sem Muhammed þurfti að aðstoða fólk í vanda

 

Brjálaðasti stormurinn sem Muhammed hefur upplifað hérlendis…hingað til

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna