fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Öfgar segja að Ingó neiti að horfast í augu við það álit sem almenningur hefur á honum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 16:13

Ingólfur Þórarinsson. Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þessi hegðun bendir ekki til þess að hann sé reiðubúinn til að horfast í augu við það orð sem hann hefur á sér meðal almennings,“ segir í yfirlýsingu frá baráttuhópnum Öfgar í tilefni af viðtali Stundarinnar við Ingólf Þórarinsson tónlistarmann, Ingó veðurguð.

Í viðtalinu sver Ingó af sér allar ásakanir um kynferðisbrot og segist vera fórnarlamb söguburðar og ófrægingarherferðar. Öfgar benda á að Ingólfur hafi sjálfur bendlað sig við áreitni og kynferðisbrot með því að tengja sig við þær reynslusögur sem Öfgar birtu um ásakanir í garð ónefnds tónlistarmanns.

„Hann sendi meðlimi okkar, Ólöfu Töru, kröfubréf fyrir vangaveltur áður en staðfest var hver færi með brekkusönginn eða komin dagskrá á Þjóðhátíð yfir höfuð. Þar bendlaði hann sjálfan sig við ummæli hennar sem meintur nauðgari,“ segir í yfirlýsingunni og einnig er rifjað upp að Ingó hafi stefnt Sindra Þór, meðlimi samtakanna, fyrir vangaveltur sína um að það sé siðferðislega rangt að fullorðnir menn geti riðið börnum í skjóli laga.

Einnig er bent á að ekki löngu áður en Öfgar birtu reynslusögurnar um þekktan tónlistarmann hafi Ingó lýst því yfir í viðtali við Sölva Tryggvason (sem ekki er nafngreindur í yfirlýsingunni en er sagður vera annar meintur gerandi) að hann muni lítið frá þeim tíma þegar hann drakk illa og hafi notað orðið „minnisleysi“ um það tímabil. En nokkrum dögum eftir að reynslusögurnar birtust haldi hann því fram að hann viti hver hann er og hvað hann hafi gert. „Hvernig getur hann staðfest að hann viti hvað hann hefur gert þegar hann hefur lýst því yfir í viðtali að muna ekki margt vegna áfengisneyslu?“ segir í yfirlýsingunni en hún er eftirfarandi í heild:

„Um helgina birtist viðtal við Ingólf Þórarinsson þar sem hann segist saklaus af öllum nafnvernduðum frásögnum Öfga.

Öfgar hafa aldrei, og munu aldrei, staðfest um hvaða tónlistarmann ræðir. Ingólfur hefur séð sjálfur um það að bendla sig við þessar frásagnir.

Hann sendi meðlimi okkar, Ólöfu Töru, kröfubréf fyrir vangaveltur áður en staðfest var hver færi með brekkusönginn eða komin dagskrá á Þjóðhátíð yfir höfuð. Þar bendlaði hann sjálfan sig við ummæli hennar sem meintur nauðgari.

Hann sendi annað kröfubréf á aktívista sem segir að þjóðþekktur tónlistamaður hafi nauðgað sér. Þar bendlaði hann sjálfan sig aftur sem meintan nauðgara.

Ingólfur hefur frá upphafi notað fjölmiðla til að hóta. Meðal annars hefur hann hótað að kæra nafnverndaðar frásagnir sem hann kannast samt sem áður ekkert við.

Um leið og Ingólfur bendlaði sjálfan sig við frásagnirnar fór fólk að segja sína reynslu af meintri hegðun hans. Vitneskja um meinta hegðun Ingólfs er hægt að finna víðsvegar á netinu, t.d. á bland þræði frá árinu 2009 og í sketch-þætti hjá Steinda frá sama ári.

Út frá samfélagslegu umræðunni sem varð í kjölfarið benti meðlimur okkar, Sindri Þór, á hversu siðferðislega rangt það sé að fullorðnir menn geti á bak við lögin riðið börnum.

Ingólfur sendi honum þá líka kröfubréf og stefndi honum fyrir meiðyrði.

Þessi hegðun bendir ekki til þess að hann sé reiðubúinn til að horfast í augu við það orð sem hann hefur á sér meðal almennings.

Ekki svo löngu áður en nafnverndaðar frásagnir Öfga birtust sagði Ingólfur í viðtali hjá öðrum meintum geranda að hann muni lítið frá þeim tíma sem hann drakk illa og notaði orðið minnisleysi.

Nokkrum dögum eftir að frásagnirnar birtust heldur hann því fram að hann viti hver hann er, hvað hann hafi gert og segir að frásagnirnar séu árás á sína persónu. Hvernig getur hann staðfest að hann viti hvað hann hefur gert þegar hann hefur lýst því yfir í viðtali að muna ekki margt vegna áfengisneyslu?

Ingólfur staðhæfir að einhver hafi sagt honum að þessar sögur hafi verið sendar til þess að athuga hvort að sögurnar yrðu birtar, þetta kallast gróusögur.

Við vitum sjálf hvernig frásagnir um einn þjóðþekktan tónlistarmann bárust okkur. Við vísum þessum rógburð því alfarið á bug.

Það er grafalvarlegt að einstaklingur ætli ekki í naflaskoðun eftir að hafa verið svo sannfærður um að svona alvarlegar ofbeldissögur sem varða margar hverjar á við hegningarlög séu um hann sjálfan.

Svo sannfærður að hann fer í drottingarviðtal, nýtir sér valdastöðu sína til að ógna og kærir fólk sem stendur með þolendum.

Við þekkjum öll þessa taktík.

Þetta er handrit meintra ofbeldismanna.

Öfgar; Þórhildur Gyða, Hulda Hrund, Helga Ben, Tanja Ísjförð, Ólöf Tara og Ninna Karla.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé