fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Brjálað veður og ófærð framundan á höfuðborgarsvæðinu – Strætó aflýsir og atvinnurekendur segja fólki að halda sig heima

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 6. febrúar 2022 15:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rauð veðurviðvörun er í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið og vesturland fyrir seinni part nætur og snemmmorgun. Suðaustan rok eða ofsaveður verður frá kl. 4 í nótt til 8 í fyrramálið. Veðrið gengur þá nokkuð hratt niður en það mun snjóa eftir það. Snjór og/eða rigning verða á meðan versta veðrið gengur yfir. Er spáð ófærð og að erfitt verði að komast á milli hverfa.

Spáð er suðaustan 23-30 m/s með snjókomu og skafrenningi en slyddu næst sjávarsíðunni þegar versta veðrið gengur yfir. Hvassast í efri byggðum höfuðborgarsvæðisins og á Kjalarnesi.

Miklar líkur eru taldar á foktjóni og ráðleggur lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fólki að ganga vel frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

Suðaustanstormur og hríð með 15-23 m/s verða frá sirka hálftvö í nótt til fjögur en þá tekur við aftakaveðrið sem lýst var hér að framan.

Appelsínugul viðvörun gildir fyrir afganginn af landinu, fyrir utan höfuðborgarsvæðið og vesturland. Verður víða hvasst og mikil snjókoma um allt land. Hiti verður nálægt frostmarki.

Vinnuveitendur hafa margir sent þau skilaboð á starfsfólk að halda heima fyrir ef ófærð er og mæta ekki til vinnu fyrr en eftir hádegi. Stefnir í það mikla snjókomu að umferðaröngþveiti er óhjákvæmilegt ef umferð verður með sama móti og á venjulegum mánudagsmorgni.

Öllum morgunferðum hjá Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni verður aflýst í fyrramálið. Má búast við því að akstur strætisvagna á höfuðborgarsvæðinu geti hafist að nýju í fyrsta lagi í um kl. 10.

Sjá viðtal við veðurfræðing

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi