fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Nú er það appelsínugult – Trampólínin inn og grillið í geymsluna

Ritstjórn DV
Laugardaginn 5. febrúar 2022 17:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir fyrir landið allt upp í appelsínugult fyrir aðfaranótt mánudags og hvetur landsmenn til að huga vel að öllum lausamunum og verktaka til að ganga vel frá vinnusvæðum.

Á vef Veðurstofunnar segir að miklar líkur séu á foktjóni og ófærð.

Lægðin sem gengur yfir landið aðfaranótt mánudags er sögð „sérlega djúp og áköf“ og líkur á að áhrif veðursins verði umtalsverð.

Nú er því um að gera að tjóðra niður trampólín, grill og jafnvel garðhúsgögnin svo þau endi ekki á bílnum hjá nágrannanum með tilheyrandi veseni.

Þeir sem eiga eftir að losa sig við jólatré ættu líklega að nýta daginn í að koma þeim á réttan stað, eins þeir sem geyma poka með flöskum á svölunum eða í garðinum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar

Jóhann játar sök varðandi vörslu og dreifingu barnaníðsefnis – Svarar til saka 15. febrúar
Fréttir
Í gær

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda

Landsréttur sneri við dómi úr héraði – Kennari fær skaðabætur eftir að hafa slasast við árás nemanda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur