Kona á sjötugsaldri lést vegna COVID-19 á gjörgæslu Landspítalans í gær, en þetta kemur fram í tilkynningu á vef spítalans. Um er að ræða fimmtugasta andlátið hér á landi vegna faraldursins.
21 sjúklingur liggur nú á Landspítala með COVID-19, tveir á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél.
COVID-smitaðir starfsmenn Landspítalans, bæði þeir sem eru í einangrun og þeir sem eru í innlögn, eru nú 245.