fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Segja að sex ástæður séu fyrir alvarlegu ástandi á fasteignamarkaðnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 12:30

Fasteignaverð breytist ört.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir sem eru í leit að húsnæði hafa upplifað að ástandið á markaðnum er óþægilegt og óeðlilegt. Sérstaklega gildir þetta um þá sem leita að minni íbúðum. Fjölmargir mögulegir kaupendur eru um hverja íbúð og fasteignasalar útbúa aðeins kauptilboð frá þeim sem bjóða langt yfir auglýstu verði. Gera þarf tilboð mjög hratt eftir skoðun íbúðar ef viðkomandi ætlar að eiga möguleika á því að kaupa hana.

Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag er farið yfir ástandið á fasteignamarkaðnum og tilgreindar sex staðreyndir um markaðinn. Greinarhöfundar eru Ingólfur Bender, aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins, og Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs samtakanna.

Höfundar nefna að íbúðum í byggingu hefur fækkað mikið síðustu ár og hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2017. Þá segir að ekki hafi verið færri íbúðir í sölu á höfuðborgarsvæðinu síðan mælingar Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á framboði hófust. Segir að 4.000 nýjar íbúðir árlega þurfi til að fullnægja eftirspurn:

„Íbúðum í bygg­ingu hef­ur fækkað mikið síðustu ár. Þeim hef­ur fækkað sam­fellt frá mars 2019 sam­kvæmt nýj­ustu taln­ingu Sam­taka iðnaðar­ins á íbúðum í bygg­ingu. Í sept­em­ber síðastliðnum voru 3.387 íbúðir í bygg­ingu sam­kvæmt taln­ing­unni. Ekki hafa færri íbúðir verið í bygg­ingu á höfuðborg­ar­svæðinu á fimmta ár eða síðan í mars 2017. Íbúðum á fyrstu bygg­ing­arstig­um, þ.e. fram að fok­heldu, tók að fækka sam­kvæmt taln­ing­uSI á ár­inu 2018 og voru þær sögu­lega fáar á ár­inu 2020. VöruðuSI við því að þessi þróun myndi leiða til skorts á íbúðum síðar sem nú er raun­in.

Í fyrstu vik­unni í janú­ar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborg­ar­svæðinu en bæði fjöldi ein­býla og íbúða í fjöl­býli er í sögu­legu lág­marki sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Hús­næðis- og mann­virkja­stofn­un (HMS). Fyr­ir tæp­um tveim­ur árum var fjöld­inn um 2.200. Ekki hafa færri íbúðir verið í sölu frá því að mæl­ing­ar hóf­ust. Enn meiri sam­drátt­ur hef­ur verið í minni íbúðum en ríf­lega helm­ing­ur af íbúðum í sölu er með fjög­ur her­bergi eða fleiri.“

Greinarhöfunndar segja að skortur á réttu lóðaframboði og skipulagi eigi stóran þátt í vandanum. Segir ennfremur að íbúðauppbygging á þéttingarreitum sé óhagkvæm og þurfi að brjóta nýtt land undir byggingar:

„Skort­ur á réttu lóðafram­boði og skipu­lagi fyr­ir fleiri íbúðir hef­ur átt stór­an þátt í þeim vanda sem skap­ast hef­ur á íbúðamarkaði. Strax í byrj­un árs 2019 bentu Sam­tök iðnaðar­ins á að al­var­leg staða væri í upp­sigl­ingu á íbúðamarkaði og sú staðreynd raun­gerðist þegar sam­tök­in birtu taln­ingu sína í mars 2019. Þó að staða sveit­ar­fé­laga til að brjóta nýtt land sé mis­góð er ljóst að slíkt land er til. Því er mik­il­vægt að ávallt sé fyr­ir hendi fjöl­breytt­ara lóðafram­boð en hef­ur verið und­an­far­in ár svo að hægt verði að koma með skil­virk­ari hætti í veg fyr­ir al­var­legt ástand á íbúðamarkaði þegar slíkt blas­ir við. 

Rík áhersla hef­ur verið lögð á upp­bygg­ingu hag­kvæms íbúðar­hús­næðis en rétt lóðafram­boð kem­ur í veg fyr­ir að hægt sé að mæta þeirri þörf. Þetta sýna m.a. niður­stöður könn­un­ar meðal fé­lags­manna SI und­ir lok árs 2020 þar sem um 80% svar­enda eru sam­mála því að skort­ur á lóðafram­boði komi í veg fyr­ir hag­kvæma íbúðaupp­bygg­ingu. Þá svara tæp 80% því að hag­kvæmt hús­næði verði ekki byggt á þétt­ing­ar­reit­um.“

Þá segir að skipulag íbúðauppbyggingar sé allt of þungt í vöfum og mál fari of hægt í gegnum ferlið. „Taf­ir og hindr­an­ir í ferl­inu auka kostnað við bygg­ingu íbúða svo um mun­ar og aðkallandi þörf er á inn­leiðingu frek­ari ra­f­rænna ferla,“ segir í greininni.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé