fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Sakaður um umsáturseinelti og barnaverndarbrot: Sendi henni 573 skilaboð og reif drenginn af henni fyrir utan verslun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 14:44

Mynd: Hari

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í gær var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness yfir manni sem ákærður var fyrir brot í nánu sambandi og barnaverndarbrot. Ofsóknir mannsins gegn fyrrverandi konu sinni hófust er hún sleit samvistum við hann en hann bar fyrir sig að hún hefði tálmað hann og fjöldi fjandsamlegra skilaboða sem hann sendi henni þyrfti að skoðast í samhengi við forræðisdeilu þeirrra. Þessu hafnaði dómurinn.

Maðurinn er sakaður um að hafa á eins og hálfsmánaðar tímabili hringt 238 sinnum í konuna og sent henni 573 skilaboð sem mörg voru smánandi, vanvirðandi og óviðeigandi, og fólu í sér hótanir. Innihéldu skilaboðin fúkyrði á borð við „bitch“, „fucking bitch“, „fucking animal“, „dirty fucking slut“ og fleiri slík ónefni.

Maðurinn ennfremur sakaður um að hafa sent konunni 50 skilaboð, sem mjög voru mjög ógnandi, vorið 2021.

Maðurinn er sakaður um að hafa setið um konuna, meðal annars einu sinni fyrir utan verslun, þar sem hann tók barn þeirra, sem er drengur, og lét ekki af hendi fyrr en eftir að lögregla kom á vettvang. Jafnframt sló maðurinn til konunnar og hrinti henni. Á meðan var barnið hágrátandi.

Maðurinn er einnig sakaður um að hafa komið margoft óboðinn að heimili konunnar eftir að þau höfðu slitið sambúð. Konan var hrædd við manninn og vildi ekkert með hann hafa.

Í dómsniðurstöðu er greint frá einu atviki er varðar ofsóknir mannsins og er sú lýsing eftirfarandi:

„Í gögnum málsins er upptaka brotaþola af ákærða 21. júní 2021 þar sem hann situr í bifreið sinni í […], sem er í beinni sjónlínu við heimili brotaþola að […] í […]. Ekki er unnt að greina hvað ákærði segir eða hvort hann er að öskra á brotaþola. Brotaþoli heldur því fram að ákærði hafi elt sig heim af leikskóla sonar þeirra og staðnæmst í […] fyrir ofan […], þar sem brotaþoli býr. Ákærði hafi öskrað ókvæðisorðum og hótað henni. Ákærði heldur því hins vegar fram að brotaþoli hafi verið að elta sig og hann því ekið þessa leið á lögreglustöðina til að kæra brotaþola, en hann hafi stöðvað þegar hann sá að hún var að taka sig upp. Lögreglustöðin hafi hins vegar verið lokuð þegar ákærði mætti þar. Er framburður ákærða að mestu leyti sá sami í lögregluskýrslu en þar sagði ákærði að þar sem þetta hafi verið á föstudegi hafi hann þurft að bíða fram yfir helgi til að leggja fram kvörtun.“

Maðurinn var fundinn sekur um alla ákæruliði og dæmdur í 3 mánaða skilorðsbundið fangelsi. Einnig var hann dæmdur til að greiða konunni 100 þúsund krónur í miskabætur. Einnig þarf hann að greiða um eina og hálfa milljón króna í málskostnað.

 

Dóminn má lesa hér

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum