fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Guðrún Dís hefur störf hjá RÚV að nýju – „Ég er full tilhlökkunar“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 4. febrúar 2022 11:07

Guðrún Dís Emilsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðrún Dís Emilsdóttir hefur að nýju hafið störf hjá RÚV. Hún starfaði síðast fyrir Ríkisútvarpið árið 2019.

Guðrún Dís er landsmönnum að góðu kunn sem stjórnandi eins vinsælasta útvarpsþáttar landsins, Virkra morgna á Rás 2,  ásamt Andra Frey Viðarssyni og kynnir í Útsvarinu, spurningakeppni sveitafélaganna á RÚV.

Guðrún Dís verður í ýmsum verkefnum fyrir útvarp og sjónvarp. Þau Andri Freyr sameinast á ný í Síðdegisútvarpinu á Rás 2 sem þau stjórna ásamt Hrafnhildi Halldórsdóttur.

Þá á Guðrúnu Dís eftir að bregða reglulega fyrir á skjánum og hennar fyrsta verkefni verður að vera spyrill í sérstakri útgáfu Gettu betur, léttum og skemmtilegum spurningaþætti sem hefur göngu sína í byrjun apríl og verður á dagskrá á föstudagskvöldum.

„Það leggst mjög vel í mig að byrja aftur á RÚV og ég er full tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem framundan eru.“ segir Guðrún Dís í tilkynningu frá RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana