fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Árni Pétur lætur af störfum hjá Skeljungi – Gekk yfir ákveðin mörk hjá fyrrverandi samstarfskonu

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 4. febrúar 2022 17:56

Árni Pétur Jónsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Árni Pétur Jónsson hefur óskað eftir því að láta af störfum sem forstjóri Skeljungs. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem send var á fjölmiðla í lok dags. Þar segir Árni Pétur frá tölvupósti sem barst til hans nýlega þar sem fyrrverandi samstarfskona opinberaði vanlíðan sína varðandi samskipti þeirra á árunum áður.

„Nýverið barst mér tölvupóstur frá fyrrverandi samstarfsmanni mínum en við unnum saman fyrir u.þ.b. 17 árum og ég var þá yfirmaður hennar í öðru fyrirtæki. Þar greinir hún frá því að í dag upplifi hún samskipti okkar á þessum tíma með þeim hætti að ég hafi gengið yfir ákveðin mörk. Hún hefur tjáð mér að ekki sé verið að saka mig um ofbeldi, áreiti, brot gegn lögum eða neitt þess háttar heldur hafi verið um að ræða valdaójafnvægi og aldursmun,“ segir í tilkynningu Árna Péturs.

Hann segist hafa beðið hana afsökunar og sagt að hann harmi mjög að heyra um hennar vanlíðan.

„Þrátt fyrir að ég hafi á engan hátt gerst brotlegur við lög þá átta ég mig á því að viðmið og viðhorf hafi breyst í samfélaginu og er það vel. Met ég stöðuna þannig að mál þetta kunni að valda fyrirtækinu og samstarfsfólki óþægindum. Ég hef því óskað eftir að láta af störfum sem forstjóri hjá Skeljungi hf,“ segir í lok tilkynningarinnar.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það

Ökukennari með 50 ára reynslu lætur borgaryfirvöld heyra það
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum

Sjáðu myndir og myndbönd frá björgunarstörfum á Suðurlandi, Húnaþingi og Vestmannaeyjum
Fréttir
Í gær

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi

Jón Gnarr fær þingsæti þrátt fyrir skilorðsbundinn dóm – Tvíhöfði truflaði Alþingi með gríninnslagi
Fréttir
Í gær

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust

Árásin í Svíþjóð: „Þið ættuð að yfirgefa Evrópu“ – Sýrlendingar meðal þeirra sem létust
Fréttir
Í gær

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana