fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Sólveigu Önnu var boðið sæti á lista Ólafar – Þær talast ekki við

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 05:46

Sólveig Anna Jónsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveigu Önnu Jónsdóttur, fyrrverandi formanni Eflingar, var boðið sæti á lista þeim sem Ólöf Helga Adolfsdóttir leiðir í kosningum til stjórnar Eflingar. Þessu boði hafnaði Sólveig Anna og er hún í efsta sæti annars lista en alls eru þrír listar í framboði.

Fréttablaðið segir að Sólveigu hafi verið boðið sæti á lista Ólafar Helgu og hefur eftir Sólveigu að henni hafi ekki verið boðið efsta sætið. Fréttablaðið segir að heimildum blaðsins beri ekki saman um hvort Sólveigu hafi verið boðið að leiða listann. „Mér var ekki boðið efsta sætið á lista uppstillingarnefndar,“ hefur blaðið eftir Sólveigu Önnu.

Auk lista Sólveigar Önnu og Ólafar er listi Guðmundar Baldurssonar boðinn fram til stjórnar Eflingar. Mikill hiti er í kosningabaráttunni og í gær var skýrt frá því að kostnaður Eflingar vegna starfsmannamála hafi verið 130 milljónir á þeim þremur árum sem Sólveig Anna var formaður en hún sagði af sér í nóvember.

Guðmundur sagði á Fréttavaktinni á Hringbraut í gær að 40 starfsmenn á skrifstofu Eflingar hefðu sagt upp eða verið sagt upp á skömmum tíma. Þetta hlyti að vera heimsmet í starfsmannaveltu hjá svo litlu félagi.

Ólöf Helga staðfesti á Hringbraut að hún og Sólveig Anna talist ekki lengur við. Í fyrrahaust studdi Sólveig Anna málshöfðun Ólafar gegn Icelandair af miklum krafti í hinu svokallaða hlaðkonumáli. En ljóst má vera að samband þeirra hefur breyst mikið síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi