fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Ragnar stígur til hliðar hjá Brandenburg í kjölfar ásakana Haddar um heimilisofbeldi

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 09:20

Ragnar Gunnarsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Brandenburg, hefur ákveðið að stíga til hliðar í starfi sínu vegna ásakana um heimilisofbeldi. Þetta tilkynnir Ragnar í stuttri yfirlýsingu á Facebook-síðu sinni nú í morgun. Hödd Vilhjálmsdóttir, almannatengill og barnsmóðir Ragnars, stígur fram í nýjasta tölublaði Vikunnar og greinir frá andlegu og líkamlegu ofbeldi sem hún fullyrðir að hún hafi mátt sæta á meðan sambandi þeirra stóð. DV greindi frá því í gær að lögmaður Ragnars, Gunnar Ingi Jóhannsson, hefði hótað Vikunni lögsókn ef að viðtalið myndi birtast.

Sjá einnig: Vikunni hótað lögsókn vegna viðtals við Hödd um heimilisofbeldi – „Hann hætti með mér daginn eftir að pabbi minn dó“

Ragnar bregst ekki við ásökunum Haddar í yfirlýsingu sinni en segir að deilur þeirra megi rekja til forræðisdeilu sem standi yfir.

„Mér þykir ákaflega sárt að lesa lýsingar barnsmóður minnar í viðtali við Vikuna en ég tel ekki rétt að úttala mig um mína hlið í fjölmiðlum. Deilur okkar, sem varða forræði, eru í sínu rétta ferli. Ég mun stíga til hliðar úr starfi mínu sem framkvæmdastjóri hjá Brandenburg. Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi,“ skrifar Ragnar í yfirlýsingu sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu