Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að lögmaður mannsins hafi sent ríkislögmanni kröfu og farið fram á 10 milljónir í bætur fyrir frelsissviptinguna en auk gæsluvarðhalds sætti maðurinn farbanni í rúmlega einn mánuð.
Í kvörtun mannsins er vísað í skýrslu lögreglunnar þar sem reynt er að skýra púðurleifarnar sem fundust. Sérsveitarmennirnir sem handtóku hann voru í hönskum sem þeir noti jafnvel á skotæfingum og auk þess hafi þeir báðir verið í snertingu við skotvopn í sömu hönskunum og þeir notuðu þegar þeir handtóku manninn og snertu hann þá, meðal annars á höndum og úlnlið. Þeir eru einnig sagðir hafa „spanað og sett í slíður“ skotvopn fyrir handtökuna.