fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Hversu mörg börn þurfa að umgangast foreldri sem hefur verið dæmt fyrir að beita barnið ofbeldi?

Erla Hlynsdóttir
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 15:32

Mynd úr safni Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þingmenn Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram skýrslubeiðni til innanríkisráðherra um áhrif heimilisofbeldis við úrskurð um umgengni. Fyrsti flutningsmaður skýrslubeiðninnar er Jóhann Páll Jóhannsson.

Óskað er þess að í skýrslunni komi fram almenn greining á því vægi sem upplýsingar um heimilisofbeldi og kynferðisbrot hafa þegar úrskurðað er um umgengni og hvað hefur breyst í þessum efnum frá aldamótum og til dagsins í dag.

Þá er eftirfarandi lagt til grundvallar:

Til að bregða ljósi á þróunina verði farið yfir öll mál er varða ágreining um umgengni hjá sýslumannsembættum og dómsmálaráðuneytinu og eftirfarandi atriði greind, með ártölum og ítarlegri sundurliðun:
     1.      Hve mörgum börnum hefur verið gert með úrskurði sýslumanns að umgangast foreldri, með eftirliti eða án þess, sem áður hefur verið dæmt fyrir ofbeldi gegn viðkomandi barni.
     2.      Hve mörgum börnum hefur verið gert með úrskurði sýslumanns að umgangast foreldri, með eftirliti eða án þess, sem áður hefur verið dæmt fyrir ofbeldi gegn systkini barnsins eða hinu foreldrinu.
     3.      Hve mörgum börnum hefur með úrskurði sýslumanns verið gert að umgangast foreldri, með eftirliti eða án þess, sem áður hefur verið kært til lögreglu vegna meints ofbeldis gegn viðkomandi barni, systkini þess eða hinu foreldrinu,
                  a.      í hve mörgum þessara tilvika barnið hafði greint frá meintu ofbeldi foreldrisins í Barnahúsi eða viðtali hjá sýslumanni,
                  b.      í hve mörgum þessara tilvika gögn voru lögð fram, svo sem sjúkraskýrslur, læknisvottorð, lögregluskýrslur eða álitsgerðir sérfræðinga, til stuðnings ásökunum um ofbeldi.
     4.      Hve margir úrskurðir eins og þeir sem getið er í 1.–3. tölul. hafa verið kærðir til dómsmálaráðuneytisins,
                  a.      hve marga slíka úrskurði ráðuneytið hefur staðfest að öllu eða mestu leyti,
                  b.      hve mörgum úrskurðum ráðuneytið hefur hnekkt,
                  c.      hve oft ráðuneytið hefur snúið við úrskurði sýslumanns og mælt fyrir um umgengni barns við foreldri eða mælt fyrir um meiri umgengni en sýslumaður hafði úrskurðað um.
     5.      Hve oft úrskurðað hefur verið um dagsektir vegna umgengnistálmunar í málum þar sem eitthvað af því sem getið er í 1.–3. tölul. átti við,
                  a.      hve oft fjárnám var gert fyrir dagsektum,
                  b.      hve oft umgengni var komið á með aðfarargerð.
     6.      Hve oft á tímabilinu niðurstaða sýslumanns og/eða dómsmálaráðuneytisins var að umgengni barns við foreldri teldist andstæð hag barnsins og skyldi ekki fara fram.

Hér má nálgast skýrslubeiðnina og greinargerð með henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana

Niðursveifla í rússnesku efnahagslífi – Mörg hundruð bílasölur leggja upp laupana
Fréttir
Í gær

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur

Saklaus af kynferðisbroti en fær ekki hærri bætur