fbpx
Þriðjudagur 05.nóvember 2024
Fréttir

Hvernig rætin kjaftasaga sprottin af pósti Eddu Falak varð til þess að Þóra Kristín og Kári hættu í SÁÁ

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 18:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að fullyrða að allt leiki á reiðiskjálfi innan stjórnar samtakanna SÁÁ eftir að Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, frambjóðandi til formannsembættis, dró framboð sitt tilbaka rétt rúmri klukkustund fyrir stjórnarfund þar sem aðalmálið á dagskrá var að kjósa um hvort að hún yrði næsti formaður. Þá sagði hún sig úr stjórn samtakanna ásamt yfirmanni sínum hjá Íslenskri erfðagreiningu, Kára Stefánssyni, en Þóra Kristín starfar sem upplýsingafulltrúi fyrirtækisins.

Sjá einnig: Þóra Kristín dregur formannsframboð í SÁÁ tilbaka vegna stríðsástands innan samtakanna – Kári Stefáns hættir sömuleiðis í stjórn

Ljóst er að Þóra Kristín gekk að embætti formanns SÁÁ vísu enda höfðu 40 af 48 stjórnarmönnum skorað á hana að gefa kost á sér til starfsins og því aðeins formsatriði að klára kosninguna.

Svo fór þó ekki og er atburðarásin sem varð til þess að Þóra Kristín fékk nóg reyfarkennd í meira lagi. Rétt er að geta þess að mikilvægt er að skilja á milli daglegrar starfsemi SÁÁ, sem gengur sinn vanagang, og átakanna innan stjórnarinnar. Eins og stuðningsyfirlýsingarnar við Þóru Kristínu bera með sér er stjórn SÁÁ heilt yfir afar samstíga en lítil andspyrnuhreyfing sem tengist Þórarni Tyrfingssyni, fyrrverandi yfirlækni og stjórnanda SÁÁ, hefur valdið miklum usla. Höfuð þeirrar andspyrnuhreyfingar innan stjórnarinnar eru Arnþór Jónsson, fyrrverandi formaður SÁÁ, og Björn Logi, sérfræðilæknir og sonur Þórarins.

Sjá einnig: Læknir sakaður um kynferðislega áreitni aftur mættur til vinnu – Landspítalinn neitar að tjá sig

Ástandið innan stjórnarinnar var þegar afar viðkvæmt útaf stríði SÁÁ við Sjúkratryggingar Íslands en stofnunin hefur kært samtökin fyrir 175 milljón króna fjársvik eins og frægt er. Sá sem er á bak við málið innan Sjúkratrygginga er Ari Matthíasson, fyrrum framkvæmdastjóri SÁÁ, sem flestir stjórnarmenn telja að sé í áðurnefndri andspyrnuhreyfingu.

Sjá einnig: Alvarlegar ásakanir Sjúkratrygginga í garð SÁÁ vekja mikla athygli – En um hvað snýst málið?

Ráðist að einkalífi Þóru Kristínar

Vísbendingar um hvað hefur gengið á síðustu daga  á má lesa út úr færslu Þóru Kristínar á Facebook þar sem að hún dregur framboð sitt tilbaka. Þar segir hún að hafa vitað að því fyrirfram að hálfgert stríðsástand ríkti innan samtakanna. Fljótlega eftir framboð hennar, sem varð formlegt fyrir þremur dögum, hafi þó spjótin beinst að henni.

„Nú er unnið að því leynt og ljóst að safna glóðum elds að höfði mér úr mínu einkalífi og þar er af nógu að taka enda hef ég líkt og aðrir sem hafa farið í áfengismeðferð, lent á vegg í lífinu og gert og sagt hluti sem ég er ekki stolt af. Það er sýnu alvarlegra að fyrrverandi stjórnendur SÁÁ eru líka að hlaða í bálköst á samfélagsmiðlum fyrir Kára Stefánsson yfirmann minn og náinn vin sem hefur einnig gert margt í sinni fortíð undir áhrifum áfengis sem hann hefði betur látið ógert og situr líkt og ég í aðalstjórn SÁÁ og er löngu hættur að drekka,“ skrifaði Þóra Kristín í yfirlýsingu sinni.

Sagði hún ennfremur að atlögurnar hafi ekki síst beinst gegn samstarfi hennar og Kára.

„Þá hefur einnig verið reynt að gera það tortryggilegt að ég sem starfsmaður Íslenskrar erfðagreiningar og Kári Stefánsson séum að láta til okkar taka í starfi SÁÁ vegna samstarfs við sjúkrahús samtakanna um rannsóknir,“ skrifaði frambjóðandinn.

Gekk á Þóru Kristínu rétt fyrir fund

Heimildir DV herma að rógsherferð andspyrnuhreyfingarinnar gegn Þóru Kristínu hafi hafist um leið og hún tilkynnti um framboð sitt. Kornið sem fyllti mælinn hafi þó verið tölvupóstur rétt fyrir hádegi í dag þar sem Arnþór Jónsson áframsendi skjáskot af auglýsingu Eddu Falak á samfélagsmiðlum þar sem hún óskar eftir fórnarlömbum þjóðþekkts manns fyrir hönd konu sem orðið hafi fyrir vændi.

„Meðfylgjandi er skjáskot frá í gær 2. febrúar. Konur sem telja sig eiga um sárt að binda vegna ósæmilegrar framkomu einhvers frægðarmennis, munu líklega stíga fram og segja sögu sína. Ef marka má upplýsingarnar á myndinni gætu þolendurnir verið skjólstæðingar SÁÁ. Mér hefur verið sagt að gerandinn sé Kári Stefánsson. Getur þú staðfest við stjórn SÁÁ að svo sé ekki?,“ skrifaði Arnþór í tölvupósti sem DV hefur undir höndum.

Skjáskot af færslu Eddu Falak sem Arnþór sendi á stjórn SÁÁ. Færslunni hefur verið eytt.

 

Í kjölfar þessa pósts hafi Þóra Kristín hugsað sinn gang og afréð að lokum, rétt fyrir fundinn þar sem kjósa átti hana til formanns, að draga framboð sitt tilbaka.

Staðfesti að umræddur maður væri ekki Kári

Samkvæmt heimildum DV ríkir mikil reiði innan stjórnar SÁÁ með framgöngu Arnþórs og andspyrnuhreyfingarinnar. Einn af 48 stjórnarmönnum SÁÁ er fjölmiðlamaðurinn Frosti Logason sem brást við tíðindunum með því að senda póst, sem DV hefur undir höndum, á alla stjórnina þar sem hann hjólar í Arnþór.

„Þóra Kristín og Kári Stefánsson hafa ákveðið að draga sig alfarið úr stjórn samtakanna vegna þeirrar ofbeldishegðunar sem Arnþór Jónsson og félagar hafa verið að sýna af sér í dag eins og á liðnum árum. Það skal tekið hér fram að Edda Falak hefur staðfest það við Arnþór að ekki sé um Kára Stefánsson að ræða í þessum orðrómi um vændiskaup sem hún var að fiska eftir á samfélagsmiðlum. Eftir stendur að ítrekað ofbeldi Arnþórs og félaga heldur áfram að eyðileggja fyrir okkar ágætu samtökum og það er miður,“ skrifar Frosti í póstinum til stjórnarmeðlima.

Heimildir DV herma að eitthvað verði undan að láta innan stjórnarinnar eftir vendingar dagsins. Meirihluti stjórnarinnar er verulega ósáttur við framgöngu Arnþórs og andspyrnuhreyfingarinnar sem hafi látið persónulega heift ráða för frekar en umhyggju fyrir þeirri mikilvægu starfsemi sem SÁÁ sinnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast

Viðbragð Veðurstofunnar virkjað í nótt: Töldu að kvikuhlaup gæti verið að hefjast
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum

Gat ekki tjáð sig öðruvísi en með öskrum og svívirðingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi

Netárás tók endurritun internetsins úr sambandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu

Þessi töluðu minnst á Alþingi á kjörtímabilinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“

Flýja til Íslands á meðan forsetakosningarnar standa yfir – „Það verður svo mikill hávaði og svo mikil ringulreið“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri

Ný könnun: Viðreisn nartar í hælana á Samfylkingunni – Píratar og VG í klandri