fbpx
Fimmtudagur 27.febrúar 2025
Fréttir

Hödd svarar Ragnari: „Ekkert forræðisdeilumál“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 10:36

Hödd Vilhjálmsdóttir. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hödd Vilhjálmsdóttir almannatengill gerir athugasemd við yfirlýsingu Ragnars Gunnarssonar, barnsföður síns, sem hefur ákveðið að stíga til hliðar frá starfi sínu sem framkvæmdastjóri auglýsingastofunnar Brandenburg.

Hödd steig fram í viðtali í Vikunni og sakaði Ragnar um heimilisofbeldi. Lögmaður Ragnars hótaði Vikunni málsókn vegna viðtalsins.

Sjá einnig: Vikunni hótað lögsókn vegna viðtals við Hödd um heimilisofbeldi – „Hann hætti með mér daginn eftir að pabbi minn dó“

Ragnar segir í yfirlýsingu sinni að deilur hans og Haddar um forræði yfir dóttur þeirra séu í farvegi. Hann telji ekki rétt að úttala sig um sína hlið í fjölmiðlum. „Ég tel mér ekki fært að sinna því starfi fyllilega á sama tíma og ég tekst á við þetta mál með hagsmuni dóttur okkar að leiðarljósi,“ segir Ragnar. DV greindi frá yfirlýsingu Ragnars í frétt fyrr í dag:

Sjá einnig: Ragnar stígur til hliðar hjá Brandenburg í kjölfar ásakana um heimilisofbeldi

Í tilefni yfirlýsingar Ragnars vill Hödd Vilhjálmsdóttir koma því á framfæri að engin forræðisdeila sé í gangi á milli hennar og Ragnars.

„Ég hef fengið staðfest hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu að ekkert forræðisdeilumál tengt okkur er í gangi hjá embættinu. Ragnar talar um deilur og forræði en ekkert slíkt er í gangi,“ segir Hödd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“

Fiskikóngurinn hefur ekkert að fela -„Það skíta allir upp á bak, bara spurning hvernig þú skeinir þér, ég er mjög vel skeindur“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga

Þurfum við íslenskan her? Ólína segir að herleysi sé einmitt styrkur Íslendinga
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United

Haaland snéri aftur og tryggði sigur – Hörmungar Arsenal og Maguire hetja United
Fréttir
Í gær

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“

Afmyndaðist eftir fjögurra ára kókaínnotkun – „Mér hryllti við útliti mínu“
Fréttir
Í gær

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi

Segir ámælisvert að ekki sé búið að banna umskurð drengja á Íslandi
Fréttir
Í gær

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu

Bjarni Már segir að Íslendingar þurfi að stofna her og leyniþjónustu