fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

80% Íslendinga verða orðnir ónæmir fyrir Covid-19 síðari hluta marsmánaðar

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 3. febrúar 2022 13:53

Þórólfur Guðnason.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður mótefnamælinga Íslenskrar erfðagreiningar gefa til kynna að 80% Íslendinga verði komnir með gott mótefni gegn Covid-19 síðari hluta marsmánaðar.

Þetta kemur fram í nýjum pistli sóttvarnalæknis á covid.is. Vísbendingar eru um að um síðustu áramót hafi 20% Íslendinga greinst með Covid-19. Bendir það til þess að fjöldi smitaðra sé helmingi fleiri en þeirra sem greinst hafa með PCR-prófum.

Pistillinn er eftirfarandi:

„Nú liggja fyrir fyrstu niðurstöður úr rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu COVID-19 Íslandi í samvinnu við sóttvarnalækni.

Mótefni voru mæld hjá 1892 einstaklingum víðs vegar af landinu sem voru á aldrinum 20-90 ára. Helstu niðurstöður voru þær, að um 20% einstaklinga yngri en 50 ára mældust með mótefni gegn SARS-CoV-2 veirunni en voru heldur sjaldgæfari eldri einstaklingum.

Vísbendingar eru því um að um síðustu áramót hafi um 20% Íslendinga sýkst af COVID-19 frá upphafi faraldursins. Ef þetta hlutfall er borið saman við það hlutfall sem greinst hefur með PCR prófi á sama tímabili þá má ætla að rúmlega helmingi fleiri hafi raunverulega sýkst en greinst hafa. Með sömu útreikningum og að því gefnu að um 1.500 manns smitist á hverjum degi þá má ætla að um 80% landsmanni hafi öðlast gott ónæmi gegn COVID-19 síðari hluta mars mánaðar.

Á næstu dögum verða niðurstöður sendar í Heilsuveru þeirra sem tóku þátt í rannsókninni og verður það auglýst sérstaklega þegar það verður gert. Mikilvægt er að hafa í huga að mótefni í blóði segja ekki óyggjandi til um hversu vel varðir einstaklingar eru fyrir endursmiti af völdum COVID-19. Endursmit eru hins vegar fátíð og í dag hafa um 1.300 manns sýkst aftur af COVID-19 af um 70.000 staðfestum smitum (1,9%).

Fyrirhugað er einnig að mæla mótefni gegn S-próteini veirunnar og á þann hátt er hægt að greina þá sem myndað hafa mótefni eftir bólusetningu. Ekki er ljóst hvenær þessum mælingum mun ljúka en það verður auglýst betur þegar að því kemur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna