Fréttablaðið skýrir frá þessu og hefur eftir Skúla að aðgengi fanga að skimun sé mikilvægt svo að þeir þurfi ekki að vera óþarflega lengi í einangrun.
Hann kom athugasemdum sínum varðandi einangrun og sóttkví fanga á framfæri við fangelsismálayfirvöld eftir heimsóknina. „Við væntanlega lokum málinu með bréfi en helstu athugasemdum hefur verið komið á framfæri við fangelsismálastjóra og forstöðumann fangelsisins og það er góður vilji til samvinnu af þeirra hálfu,“ sagði hann.
Skúli ræddi við forstöðumann fangelsisins, annað starfsfólk og fanga. „Það er búið að haga málum þannig að fangar geta verið eins mikið og hægt er frjálsir ferða sinna og þannig búið að skipta fangelsinu upp að menn eru annað hvort í einangrun saman eða í sóttkví saman,“ sagði Skúli.