fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Fréttir

Fólkið í Brotafli og Kraftbindingum loksins fyrir dóm – Ásakanir um fjársvik sem nema hundruðum milljóna króna

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 20:00

Brotafl kom að uppbyggingu fangelsisins á Hólmsheiði

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 23. febrúar næstkomandi verður fyrirtaka í Héraðsdómi Reykjaness í máli fimm manneskja sem tengjast fyrirtækjunum Brotafl og Kraftbindingar. Málin varða skattsvik, brot á bókhaldslögum og peningaþvætti. Nema fjárhæðirnar allt í allt mörg hundruð milljónum króna og varða meðal annars ásakanir um offramtalinn innskatt.

Meint brot voru framin á árunum 2012 til 2015 og voru í mikið í fjölmiðlum á sínum tíma. Hjónin Sigurjón G. Halldórsson og Þórkatla Ragnarsdóttir, sem voru framkvæmdastjórar Brotafls, eru talin höfuðpaurar í málinu og sátu þau um tíma í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar þess.

Hjónin eru ákærð fyrir að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum, rangfæra bókhald félagsins og peningaþvætti upp á að lágmarki 64 milljónir.

Þá eru stjórnarmaður Kraftbindinga og framkvæmdastjóri félagsins, bræðurnir Konráð Þór og Róbert Páll Lárussynir, ákærðir fyrir sömu brot á skattalögum, að standa skil á efnislega röngum virðisaukaskattskýrslum, rangfæra bókhald félagsins og peningaþvætti. Brot þeirra nema 87 milljónum króna. Sá síðarnefndi er tengdasonur Sigurjóns og Þórkötlu.

Kristján Þórisson er ákærður fyrir að hafa aðstoðað hjónin með útgáfu rangra og tilhæfulausra reikninga í nafni fjögurra félaga sem hann var í forsvari fyrir. Hann er einnig ákærður fyrir peningaþvætti með því að hafa aflað sér og öðrum ávinnings að fjárhæð að lágmarki 152 milljónum króna og allt að 763 milljónum króna með útgáfu sölureikninga á hendur Brotafli og Kraftbindinga.

Þess er jafnframt krafist að Kristján sæti upptöku 3,5 milljóna króna af reikningi sem héraðssaksóknari stofnaði árið 2017 vegna haldlagningar.

Sem fyrr segir verður málið tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness þann 23. febrúar. Sakborningar hafa nú haft það hangandi fyrir sér í um fimm ár en rannsókn hefur staðið afar lengi yfir. Ákæra var gefin út í október árið 2021.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins