fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Fasteignafréttin sem eyðileggur pólitísku kjaftasöguna – Einar og Milla selja sérhæðina í Kópavogi

Björn Þorfinnsson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 12:30

Milla Ósk Magnúsdóttir og Einar Þorsteinsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlahjónin Einar Þorsteinsson og Milla Ósk Magnúsdóttir hafa sett sérhæð sína við Álfhólsveg í Kópavogi á sölu. Íbúðin er rúmir 165 fermetrar að stærð en hjónin keyptu eignina í byrjun árs 2019. Ásett verð fasteignarinnar er 96,2 milljónir króna.

Sérhæð hjónanna er við Álfhólsveg 86 Mynd/Fasteignaljósmyndun

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar Einar tilkynnti brotthvarf sitt úr starfi sjónvarpsfréttamanns hjá Ríkisútvarpinu en þar hafði hann starfað um árabil og var orðinn eitt af andlitum stofnunarinnar. Hann fylgdi þar með í fótspor Millu Óskar sem kvaddi sömu stofnun nokkru fyrr og tók að sér starf aðstoðarmanns mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Alfreðsdóttur. Hún kvaddi síðan Lilju þegar síðasta kjörtímabili lauk  og starfar í dag sem aðstoðarmaður Willum Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra.

Einar hefur ekki enn upplýst um næsta áfangastað sinn á vinnumarkaði og í kjölfarið hófust háværir orðrómar um að hann lægi undir feldi varðandi það að bjóða sig fram í oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi og væri með augun á bæjarstjórastólnum sem Ármann Kr. Ólafsson hyggst yfirgefa í lok kjörtímabilsins.

Heimildir DV herma að Einar hafi vissulega verið hvattur til þess að íhuga framboð í Kópavog en næsta skref þeirra hjóna á fasteignamarkaði snöggkæla þær sögusagnir. Einar og Milla Ósk hafa nefnilega fjárfest í einbýlishúsi í Seljahverfi í Reykjavík sem þýðir að Einar yrði ekki kjörgengur í Kópavogi.

Áður en nýjar sögusagnir blossa upp þá er rétt að geta þess að Einar er víst ekki á þeim buxunum að sækjast eftir oddvitasætinu hjá Sjálfstæðisflokknum í höfuborginni. Þau hjónin eiga von á sínu fyrsta barni á þessu ári og því má reikna með að næg verkefni séu framundan hjá þeim á öðrum vígsstöðvum.

Sjá einnig: Milla og Einar eiga von á erfingja:„Þrjú á leið á árshátíð“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!

Pútín-skandall í Moskvu – Tík!
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu

Virknin í gosinu stöðug – Hraunið á bílastæði Bláa Lónsins enn á hreyfingu
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Í gær

Rýmingu lokið í Bláa lóninu

Rýmingu lokið í Bláa lóninu