fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Birgir svarar fyrir ódýra flugvöllinn hjá New York – Þægileg rútuferð til Manhattan í boði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 1. febrúar 2022 20:16

Birgir Jónsson forstjóri Play. Mynd/Stefán

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Í sinni einföldustu mynd er þetta þannig að þú lendir á þessum flugvelli, hann er lítill, þú ert svona hálftíma í gegnum hann og þú ferð beint upp í rútu ef þú vilt það, farið kostar 20 dollara, og hún er svona klukkutíma og 20 mínútur til Manhattan. Í rútunni er þráðlaust net og salerni, “ segir Birgir Jónsson, forstjóri PLAY, en staðsetning flugvallar sem PLAY flýgur til í væntanlegu New York flugi sínu sem hefst í sumar hefur verið nokkuð til umræðu meðal netverja í dag.

Eins og kom fram í frétt DV fyrr í kvöld hafa sumir tekið stórt upp í sig og fullyrt að ferðalagið frá þessum flugvelli til New York sé svo langt og flókið að þjónustan sé í rauninni ónýt.

Birgir bendir á að margir leigi sér einfaldlega bílaleigubíl á flugvellinum og aki greiða leið á áfangastað og svo er þessi einfalda rútuferð í boði sem getur um hér að ofan, sem vissulega tekur nokkra stund en þykir þægileg.

Birgir segir að lestarferðir sem rætt hefur verið um á Twitter séu ekki frá flugvellinum heldur séu þær lestarstöðvar í nágrenni hans og auðvelt sé að komast hjá lestarferðalagi inn í borgina. Það sé undir hverjum og einum komið hvaða ferðamáta hann velji.

„Auðvitað þarf þetta að skoðast í því samhengi að miðinn á mann kostar svona 200 til 250 dollurum undir því sem samkeppnin er að bjóða. Ef um par er að ræða þá er þetta 50-60 þúsund króna sparnaður, enn meira ef fjölskylda er að ferðast. Það eru alvöru peningar. Segjum sem svo að þú sért hálftíma lengur inn í bæ og borgir 20 dollara fyrir lestarferð, þá er þetta alvöru sparnaður, við erum lággjalda flugfélag og stílum inn á þann markhóp, höfðum til fólks sem vill frekar gera vel við sig í fríinu en eyða of miklum peningum í rándýran flugmiða. Ef fólk vill það ekki þá eru aðrir kostir í boði, það er fegurð hins frjálsa markaðar,“ segir Birgir.

Hann bendir á að PLAY megi líkja við Bónus á matvörumarkaðnum og fólk velji einfaldlega sjálft hvert það vill beina sínum viðskiptum.

Nánar má lesa um New York flug Play hér.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna