Newcastle ætlar sér að fá tvo til þrjá leikmenn í dag í viðbót við Dan Burn sem er að koma frá Brighton.
Félagaskiptaglugginn á Englandi lokar í dag en búast má við miklu fjöri. Rennes í Frakklandi hefur samþykkt tilboð frá Newcastle í Hugo Ekitike nú í morgunsárið.
Ekitike er 19 ára gamall framherji sem hefur leikið fyrir yngri landslið Frakklands.
Þá er Newcastle að fá vinstri bakvörðinn Matt Targett á láni frá Aston Villa, jákvætt samtal hefur átt sér stað og er búið að bóka læknisskoðun.
Bruno Guimaraes kom til Newcastle frá Lyon í gær en félagið hafði áður keypt Kieran Trippier og Chris Wood í janúar.
Dean Henderson markvörður Manchester United og Jesse Lingard eru orðaðir við United en annar þeirra gæti komið í dag.