fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Elísabet kastaði sprengju inn í helgina – „Ég skulda andskotans engum neina helvítis kurteisi“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 31. janúar 2022 11:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Baráttukonan Elísabet Ýr Atladóttir, ætlar ekki að biðjast afsökunar á þeirri skoðun sinni að BDSM sé ofbeldi og segist ekki skulda neinum kurteisi.

Harðar deilur sköpuðust um helgina um stöðu BDSM innan femínískrar baráttu í kjölfar greinaskrifa kynjafræðinganna Hönnu Björgu Vilhjálmsdóttur og Maríu Hjálmtýsdóttur um kynfræðslu kynfræðingsins Siggu Daggar í grunnskólum, en í grein sem þær Hanna og María rituðu saman gagnrýndu þær að Sigga Dögg hafi frætt unglinga um kyrkingar og flengingar sem gjarnan hafa verið tengd BDSM-samfélaginu.

Þó að gagnrýni þeirra Hönnu og Maríu hafi lútið að fræðslu til nemenda á grunnskólaaldri þá vatt umræðan upp á sig og fór að snúast um stöðu BDSM innan femínískrar baráttu. Hanna Björg mætti svo Siggu Dögg í Kastljósi á fimmtudag og var harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína. Hún baðst í kjölfarið afsökunar.

Sjá einnig: Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Baráttukonan Elísabet Ýr Atladóttir, sem hefur verið í framlínu femínskrar baráttu um margra ára skeið, kom Hönnu Björgu til varnar um helgina, og viðraði á sama tíma þá persónulegu afstöðu sína að í BDSM geti falist ofbeldi, þó þar sé fyrir samþykki að fara – því í samfélagi þar sem ríki nauðgunarmenning geti slíkt samþykki verið undir áhrif þeirrar menningar sem og feðraveldisins og komi ekki í veg fyrir að konur upplifi að brotið sé gegn þeim.

„Konur þurfa ekki að vera næs þegar þær tala gegn ofbeldi, þótt það sé kallað „BDSM“ eða „samþykki“. Bara svona FYI, fyrir þau sem eru að missa sig í gleðinni yfir að geta tætt í sig konu sem var dæmd ekki nógu kvenleg og dönnuð í einhverju viðtali,“ skrifaði Elísabet á Facebook á laugardaginn.

Sjá einnig: Elísabet kom Hönnu Björg til varnar og allt sprakk – „Ég er svo trig­geruð að mér er flökurt“

Segja má að í kjölfarið hafi allt farið á hliðina, einkum á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem femínísk barátta hér á landi hefur verið áberandi undanfarin misseri. Stigu þar margir fram sem eru BDSM-hneigðir og sögðu að þeim sárnaði að baráttukonur sem hafi verið fyrirmyndir í gegnum tíðna væru að segja fólki með BDSM-hneigð að skammast sín og að það annað hvort sé að beita ofbeldi eða að það væri þolandi ofbeldis.

Virtust margir túlka orð Elísabetar og þar á undan Hönnu Bjargar og Maríu, sem afstöðu um að BDSM sé í öllum tilvikum ofbeldi.

Aðrir bentu á að þær hafi verið að vísa til þess að ofbeldi geti stundum verið klætt í gervi-BDSM og að taka þurfi tillit til þess að samþykki einkum kvenna í slíkum athöfnum geti verið undir áhrifum frá nauðgunarmenningu, og því ekki komið í veg fyrir að um ofbeldi sé að ræða.

Hér má sjá aðeins örlítið dæmi um þær rökræður sem áttu sér stað um málið í kjölfar færslu Elísabetar.

Notar orð sín til að hrista feðraveldið

Ljóst er að Elísabet reitti marga til ræði eða særði, og líklega hefur verið kallað eftir því að hún tæki orð sín til baka og bæði þá afsökunar sem töldu að sér vegið.

Elísabet birti færslu á Facebook í gærkvöldi þar sem hún sagðist ekki skulda neinum kurteisi og að hún ætli ekki að biðja einn né neinn afsökunar á því. Orð hennar hafi verið slitin úr samhengi í umræðunni og henni gerðar upp skoðanir sem hún hafi aldrei tjáð.

„Ég á þessi orð og ég má segja þau eins og mér hentar. Ég mun nota öll orðin sem mér eru gefin til að hrista feðraveldið þar sem ég mögulega get. Ég er ekki forseti Íslands og ég skulda andskotans engum neina helvítis kurteisi eða kvenleika.“

Gerðar upp skoðanir

Elísabet furðar sig á því að hafa verið sett upp á einhvern stall og að fólk sé að móðgast þegar hún tjái skoðanir sem hún hafi aldrei farið leynt með.

„Þegar ég notaði orðin „kink-shaming“, sem er án djóks internet meme, þá hefði mér aldrei dottið í hug að fólk myndi koma og gera mér upp skoðanir, kalla mig „fóbíska“, búa til undarleg memes og láta sem ég skuldaði einhverjar afsökunarbeiðnir í þokkabót, fyrir skoðanir sem þau eigna mér en ég hef aldrei tjáð. Hvað í fjandanum á ég að gera í því að fólk segist særast af orðum sem ég hef aldrei sagt, skoðunum sem ég hef aldrei tjáð, boðum og bönnum sem ég hef aldrei haldið uppi? Það má bara ekkert lengur, ég heyrði að einhver helvítis femínisti hafi sagt það einhverntíma!“

Engin dúkkufemínisti

Elísabet segir að margir hafi beðið um helgina eftir afsökunarbeiðni frá henni, en þeir geti haldið áfram að bíða því slík beiðni komi aldrei.

„Auðvitað vilja allir á þessum tímapunkti heyra hvað kona er nú sorrí að hafa sært fólk svona hræðilega, og dæma svo fyrir sig hvort þeim finnst afsökunarbeiðnin nógu vel gerð til að góðfúslega samþykkja hana. Helst sparka duglega í hana og auðvitað minna hana á glæpinn af og til langt eftir atburðinn. En ég er ekki sorrí. Mun ekki vera sorrí.“

Færsla hennar á laugardaginn hafi komið af stað furðulegri atburðarás, en það sé ekki henni að kenna.

„Það að fá orð urðu að súrrealískri atburðarrás í kjölfarið er eitthvað sem þið megið kenna ykkur sjálfum um. Ég ætla ekki að svara fyrir einhverjar skoðanir sem ég hef aldrei tjáð, né reyna að fá ykkur til að skilja hversu sturlað það er að reyna að fá fólk til að lesa ekki meira í orðin en ég hef sagt. Ég get ekki svarað fyrir ykkar eigin ranghugmyndir eða rangtúlkanir. Þið þurfið að eiga við ykkar bullshit sjálf, læra kannski að hætta að projecta svona hart einhverntíma.

Bara svona í endann: fokkjú, og deal with it. Ég er ekki dúkkufemínisti sem tiplar á tánum í kringum tilfinningar fólks. Mun halda áfram að vera ógeðslega vond, styðja þolendur og gera allt sem ég get til að kryfja ofbeldis og nauðgunarmenningu. Líka þá sem fólk hefur lært að njóta. Cry and be mad about it.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna