fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Lögregla fjarlægði grímuklædda mótmælendur úr Kringlunni

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 30. janúar 2022 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan var kölluð til í Kringluna í dag vegna grímuklæddra mótmælenda sem fjölmennt höfðu í verslunarmiðstöðina til að mótmæla sóttvarnaraðgerðum yfirvalda. Fjölmiðlum barst tilkynning um fyrirhuguð mótmæli í nafnlausri fréttatilkynningu um hádegisbilið þar sem fram kom að um væri að ræða hópgjörning gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu.

Starfsmenn Kringlunnar óskuðu eftir því að mótmælendur yrðu fjarlægðir og varð lögreglan við þeirri beiðni. „Kringlan ræður því hverjir eru þarna inni, þeir óskuðu eftir því að þeir yrðu fjar­lægðir og við urðum við þeirri ósk,“ segir vakt­hafandi lög­reglu­maður í sam­tali við Vísi.

Mótmælin vöktu nokkra athygli Kringlugesta og má finna nokkur myndbönd af þeim, meðal annars á samfélagsmiðlinum TikTok.

@the.furrys1 Fólk í kringluni 🥺. #foryou #fyp #foryoupage ♬ Baby – Justin Bieber

Yfirlýsing mótmælenda í heild sinni

Í hinni frægu sögu og bíómynd V for Vendetta, voru fleyg orð látin falla: „Fólkið á ekki að óttast ríkið. Ríkið á að óttast fólkið.“ Með þessu er átt, að fólkið í landinu á valdið og veitir ríkinu aðeins afnot af því valdi. Fólkið getur alltaf tekið valdið til baka, ef ríkið misnotar þetta vald. Einnig vísa þessi orð til þess að fólk á alltaf rétt á að koma saman og mótmæla á friðsælan hátt og ætti í raun að hvetja til þess.

 

Við viljum ekki að yfirvöld taki allar ákvarðanir fyrir okkur. Við viljum halda þeim rétti sem okkur er gefinn við fæðingu, rétti yfir eigin líkama og frelsi til að taka ákvarðanir varðandi eigið líf. Sagan hefur sýnt okkur hversu nauðsynlegt það er að veita ríkisvaldi stöðugt aðhald. Borgaraleg óhlýðni er því ekki aðeins mikilvæg heldur nauðsynleg.

 

Gríman í V for Vendetta er táknmynd friðsælla mótmæla gegn ofríki, harðstjórn, einræði, þöggun og spillingu. Gríman táknar einnig samstöðu almennings. Gríman veitir nafnleysi og þar með öryggi til að mótmæla burtséð frá stétt eða stöðu og tækifæri til að standa saman sem heild.

Valdið er aldrei ríkisins, það er alltaf einstaklingsins. Þegar hið opinbera hefur ítrekað tekið sér aukið vald yfir lífi og heilsu borgarans, erum við komin á hálan ís. Við verðum að sjá til þess að stjórnvöld gefi allt það vald sem við lánuðum þeim á meðan faraldrinum stóð til baka. Nú þegar stjórnvöld hafa gefið út aðgerðaráætlun til afléttingar sóttvarnaaðgerða, er mikilvægt að staldra við og horfa yfir farinn veg. Stórar spurningar sitja nefnilega eftir, þótt veiran sé að mestu yfirbuguð.

Hvenær var almenningi gefinn kostur á að taka þátt í ákvörðunum um sóttvarnir? Hvar var hið lýðræðislega ferli í upphafi og hvar er ábyrgðin núna? Hvað með pallborðsumræður, þar sem allar hliðar og valkostir eru metin af óháðum aðilum? Hvað réttlætti það að þagga niður í fólki sem hafði ólíkar skoðanir eða benti á önnur sjónarmið en stjórnvöld höfðu? Hvers vegna var ofuráhersla á bólusetningar, frekar en að benda á leiðir til að efla ónæmiskerfið eins og upptöku vítamína?

Þöggunin er ærandi þegar kemur að umræðu um sóttvarnir og veirufaraldurinn. Tjáningarfrelsið sem manneskjan hefur stanslaust þurft að berjast fyrir er fokið út um gluggann og nú má aðeins ákveðin skoðun heyrast. Jafnvel hámenntuðum læknum, veirufræðingum og allskonar vísindamönnum er úthýst úr umræðunni. Það er lokað á þá á mörgum netmiðlum, þeir fá enga sanngjarna birtingu í öðrum fjölmiðlum og allt er gert til að sverta mannorð þeirra.

Ákvarðanir teknar í ótta eru aldrei heillavænlegar. Ótti getur alið á andúð gagnvart einhverjum óljósum óvini. Eru óbólusettir rót alls ills? Eða vantar okkur bara sökudólg til að kenna um ástandið þegar þrjár sprautur virka ekki? Að ráðið sem átti að bjarga mannkyninu frá vírusinum gerði það ekki.

Byggjum nýtt samfélag á umhyggju í stað ótta. Finnum eitthvað sem sameinar okkur í stað þess að sundra. Við viljum búa í samfélagi sem hýsir ólíkar skoðanir og viðhorf, og öll litbrigði mannlífsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi