fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Ungir jafnaðarmenn sækjast eftir sameiningu á vinstri vængnum

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 29. janúar 2022 16:59

Ragna Sigurðardóttir - Mynd/UJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsþing Ungra jafnaðarmanna (UJ) samþykkti í dag ályktun um aukið samstarf stjórnmálaflokka frá miðju og til vinstri. Í ályktuninni segir að slík samvinna sé lykillinn að bættum kjörum almennings á Íslandi og róttækum aðgerðum í loftslagsmálum. Landsþing felur framkvæmdastjórn UJ að kanna hljómgrunn fyrir auknu samstarfi meðal ungliðahreyfinga annarra flokka frá miðju og til vinstri.

Ályktunin var samþykkt mótatkvæðalaust. Í umræðum var sú skoðun áberandi að samstaða sé lykillinn að árangri jafnaðar- og umbótaflokka í stjórnmálum en krefjist átaks og málamiðlana. Þá var rifjaður upp aðdragandinn að sameiningu jafnaðarmanna um síðustu aldamót og veigamikill þáttur ungliða í stofnun Samfylkingarinnar.

Félagshyggjuverðlaun veitt

Félagshyggjuverðlaun UJ voru veitt á landsþinginu en það var Margréti S. Frímannsdóttur sem fékk þau fyrir óeigingjarnt framlag sitt í þágu jafnaðarstefnunnar og samvinnu jafnaðarmanna á Íslandi.

Margrét var sveitarstjórnarfulltrúi og oddviti Stokkseyrarhrepps og Alþingismaður árin 1987-2007. Hún var síðasti formaður Alþýðubandalagsins og fyrsti leiðtogi Samfylkingarinnar.

Ávarp frá Kristrúnu

Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ávarpaði landsþingið en hún sagði meðal annars að staða jafnaðarmanna væri sterk á sveitarstjórnarstiginu. Hún sagði þá að það þurfi að endurheimta traust fólksins í landsinu á Samfylkingunni til að veita forystu á sviði landsmálanna.

Til þess þurfi fulltrúar jafnaðarmanna að finna auðmýkt hjá sjálfum sér, horfa inn á við og hlusta á almenning. Hvatti hún Unga jafnaðarmenn til að fara út á meðal fólks og ætlaði hún ekki að láta sitt eftir liggja heldur ferðast um landið á næstum vikum og byrja í Norðvesturkjördæmi.

Þrír nýjir fulltrúar kjörnir í framkvæmdastjórn

Ragna Sigurðardóttir situr áfram sem forseti UJ þar sem hún var kjörin til tveggja ára á landsþingi haustið 2020 en þrír nýir fulltrúar voru kjörnir í framkvæmdastjórn, einn fulltrúi framhaldsskólanema og tólf fulltrúar í miðstjórn.

Framkvæmdastjórn UJ á næsta starfsári er svo skipuð: Ragna Sigurðardóttir forseti, Aldís Mjöll Geirsdóttir, Alexandra Ýr van Erven, Arnór Heiðar Benónýsson, Gunnar Örn Stephensen, Lilja Hrönn Önnudóttir Hrannarsdóttir, Ólafur Kjaran Árnason og Jóhannes Óli Sveinsson, fulltrúi framhaldsskólanema.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin

Alfreð átti að vera í nauðungarvistun þegar morðin voru framin
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi

Óveðrinu er sko ekki lokið: Rauðar viðvaranir taka aftur gildi
Fréttir
Í gær

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Í gær

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti

Björgunarsveitir víða að störfum og Vellirnir á floti
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Í gær

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins

Sakar Ingu Sæland um hótanir í garð sjávarútvegsins