1.186 einstaklingar greindust með Covid-19 hér innanlands í gær en 17 greindust á landamærunum. Alls voru 531 í sóttkví við greiningu.
Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem almannavarnadeild ríkislögreglustjóra sendi út á fjölmiðla. Fjöldi þeirra sem eru í einangrun og hversu mörg PCS sýni voru tekin í gær mun koma fram á vefsíðunni covid.is þegar síðan verður uppfærð næstkomandi mánudag.