Ríkisstjórnin kynnir nú afléttingar sóttvarnaaðgerða á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu. „Við færum okkur góð tíðindi í dag,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í upphafi fundarins.
Omikron-afbrigði veirunnar er talið hafa breytt faraldrinum þar sem Covid-sjúkdómurinn virðist miklu minna hættulegri en áður með útbreiðslu hennar. Stefnt er að því að aflétta öllum hömlum á sex til átta vikum.
„Þegar faraldurinn er kominn á þetta stig þá eigum við að taka þetta skref og það er tekið í fullu samráði við okkar fremsta vísindafólk, “ sagði Katrín (Sjá textalýsingu RÚV) Hún varaði við að næstu vikur yrðu erfiðar því afléttingar myndu hafa í för með sér fleiri smit.
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra greindi nánar frá afléttingaráætluninni. Fyrsta stig afléttinganna verður eftirfarandi: Eins metra reglan verður tekin upp að nýju og nú mega 50 manns koma saman. Krár, skemmtistaðir og spilasalir fá að opna á ný. Opnunartími þeirra og annarra veitingastaða verður lengdur um tvær klukkustundir. Nú má halda 500 manna viðburði að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Opnunartími verður til 23 og allir gestir þurfa að yfirgefa staðina á miðnætti. Leyfilegt verður að hafa 50 manns í hólfi á stöðunum.
Willum fór ekki leynt með gleði sína yfir því að nú væri bjart framundan í baráttunni við faraldurinn. Raunar sagði hann að þetta væri eitt það „bjartasta sem ég hef séð.“
Katrín sagði að líkur væru á því að öllum aðgerðum yrði aflétt um miðjan mars.
Nýju afléttingarnar taka gildi á miðnætti og um þær má lesa nánar hér.
Eftifarandi eru breytingarnar frá og með miðnætti (29. janúar):