Ísland endaði í sjötta sæti á EM í handbolta eftir tap gegn Noregi í framlengdum leik, 33:34. Sigurmark Norðmanna kom á lokasekúndu leiksins.
Íslenska liðið sýndi hetjulega baráttu við að vinna upp fjögurra marka forskot Norðmanna seint í síðari hálfleik og eftir það og út alla framlenginguna skiptust liðin á að hafa eins marks forystu. Staðan í hálfleik var 17:13 fyrir Noreg og að loknum venjulegum leiktíma 27:27.
Ómar Ingi Magnússon var markhæstur í íslenska liðinu með 10 mörk, Janus Daði Smárason skoraði 8 og Elvar Örn Jónsson skoraði 6.
Markverðirnir Viktor Gísli Hallgrímsson og Ágúst Elí Björgvinsson vörðu samtals 12 skot.
Twitter-samfélagið hafði ýmislegt að segja um leikinn og hér eru nokkur dæmi:
Frábær frammistaða hjá stórkostlegu liði. Þessir leikmmenn þessi þjóð þessi íslenska þjóð. Frammistaðan fer í sögubækur. Niðurstaðan grátleg en þetta lið. Vá.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) January 28, 2022
Frábæru móti Íslands lokið þrátt fyrir grátlegan endi. Ómar Ingi er ný stjarna, nú er að stilla hann og Aron betur saman fyrir næstu ár og þà getum við unnið til verðlauna.
— Hörður S Jónsson (@hoddi23) January 28, 2022
Framtíðin er björt og ég er búinn að læra mjög mörg nöfn á nýjum íslenskum hetjum. Takk fyrir mig, strákar!
— Sóli Hólm (@SoliHolm) January 28, 2022
Jæja takk fyrir magasárið Noregur-Ísland. Djöfull var þetta fúlt. Shit hvað Ísland stoð sig vel ❤️
— Tanja Ísfjörð (@tanjaisfjord) January 28, 2022