fbpx
Laugardagur 25.janúar 2025
Fréttir

Miklar umræður um Kastljóssviðtalið – „Kæru gamalmenni, árið er ekki 1970“ – Kennari segir Siggu Dögg alltaf hafa verið á grensunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 28. janúar 2022 10:30

Hanna Björg (t.v.) og Sigga Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdótti kynjafræðingur og Sigga Dögg kynfræðingur tókust harkalega á í Kastljósi í gærkvöld. Umræðurnar voru í kjölfar greinar sem Hanna Björg og María Hjálmtýsdóttir birtu á Vísir.is þar sem Sigga Dögg var harðlega gagnrýnd fyrir framgöngu sína í kynfræðslu í skólum. Saka þær Siggu Dögg um að normalísera klámvæðingu og ofbeldi fyrir unglingum, einkum vegna þess að hún hafi rætt um öruggar kyrkingar við unglingana.

Sjá einnig: Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Í Kastljóssþættinum bar Sigga Dögg af sér að hún væri að „kenna kyrkingar“ en það fyrirbæri hefði borið örsjaldan á góma. Jafnframt sagðist hún leggja mikla áherslu á upplýst samþykki, mörk og öryggi. Hanna Björg sagði hins vegar við Siggu Dögg:

„Við vitum báðar hver hugmyndafræði þín er. Þú ert einhvern veginn á klámvæðingarlínunni“ og „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því. Það er bara þannig.“

Margir hafa gagnrýnt Hönnu Björgu fyrir sína hvössu framgöngu og sakað hana um yfirgang og dónaskap. Aðrir hafa lýst aðdáun sinni á málflutningi hennar. Aktivistinn Edda Falak skrifar á Twitter:

“kynfræðarinn og áhrifavaldurinn valsar bara um landið og kennir fólki að kyrkja hvort annað” kæru gamalmenni, árið er ekki 1970 og við erum ekki lengur að setja boð og bönn fyrir annað fólk, við erum að tala saman.

Skrif Eddu eru dæmi um kynslóðabil sem virðist vera orðið í umræðu meðal feminista um málefni á borð við klám og vændi.

Reynir Þór Eggertsson framhaldsskólakennari er hins vegar gagnrýninn á framgöngu Siggu Daggar. Hann segir hana alltaf hafa verið á grensunni og hliðholla klámvæðingu. Reynir skrifar eftirfarandi pistil um málið:

„Í kjölfar umræðunnar um kyrkingar, klám og kynfræðslu:

Ég dáist að samstarfskonum mínum María Hjálmtýsdóttir og Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, að taka alltaf og ítrekað slaginn.

Mín upplifun (sem framhaldsskólakennara í mörg ár) og nú sem háskólakennara (erlendis) er sú að Sigga Dögg hafi komið inn í umræðu um kynlíf og klám á forsendum ungmenna. Hún tók klám í burtu frá því að vera tabú og ræddi í alvöru ákveðna þætti kynlífs og kláms sem margir kennarar þorðu ekki að ræða.

EN mér fannst hún þó alltaf vera á „grensunni“ – hún talaði til stráka og stelpna þannig að það sem strákarnir sáu í klámi og langaði til að herma eftir væri nánast allt bara æði og stelpurnar ættu bara að taka þátt í leiknum. Hún var alltaf með strákunum í liði! Og þar erum við núna. Sigga Dögg talar um kyrkingar eins og þær séu eitthvað sem þurfi að kenna krökkum að gera. Til að þau séu örugg!

Öryggi ungmenna á ekki að vera falið í „öruggu kyrkingarkynlífi!“

Sumt fólk fílar ýmis konar kynlíf, en ofbeldisfullt kynlíf er utan þess sem skólakerfið á að fræða ungmenni um.

Það normalíserar enn frekar ýkt kynhlutverk – lætur fólk sem sumt vilja bara láta ríða sér (bottoma í hommamáli) – halda að því fylgi líkamleg undirokun. Það er svo sannarlega ekki þannig!“

„Hún talaði niður til Siggu Daggar allt viðtalið“

Pistlahöfundurinn Ágústa Arna er ósammála Reyni Þór og telur að Hanna Björg hafi komist illa frá viðtalinu. Hún bendir á að unglingar spyrji um margt og prófi margt. Mikilvægt sé að þeir fái ábyrg svör við spurningum sínum frá ábyrgum aðilum. Ágústa skrifar:

„Hanna Björg komst mjög illa frá þessu viðtali. Hún talaði niður til Siggu Daggar allt viðtalið. Hún reyndi að gera lítið úr þekkingu og reynslu Siggu þegar kemur að kynfræðslu. Hanna var hrokafull og það var eins og hún væri mætt í Kastljósið til þess að gera lítið úr öllu því sem Sigga Dögg hefur gert. í greininni er Sigga kölluð áhrifavaldur og látið líta út eins og hér sé á ferðinni einhver áhrifavaldurinn með tvö þúsund fylgjendur sem kann ekkert og veit ekkert um hvað hún er að tala. Sigga Dögg er menntaður kynfræðingur og hefur frá upphafi talað um mikilvægi samskipta í kynlífi að fólk tali um hvað því finnst gott og hvað ekki og þarf fram eftir götunum. Sigga er einlæg hreinskilin, algjörlega blátt áfram og ógeðslega fyndin. Kynfræðsla er mjög mikilvæg og verður að vera mun meiri í grunnskólum til að vinna á móti skaðlegum upplýsingum sem koma úr klámi. Í því samhengi verðum við að tala um mörk og samþykki, vita hvað hinn aðilinn vill og að kynlíf sé alls ekki eins og við sjáum í klámi. Bara alls ekki! Unglíngar eiga það til að spyrja um alls konar hluti og prófa alls konar. Sumir eru kannski að burðast með eitthvað sem þeir skammast sín fyrir og þorir ekki fyrir sitt litla líf að spyrja út í þá hluti en slíkt getur búið til skömm innra með fólki. Því er mikilvægt að unglíngarnir okkar fái ábyrgar upplýsingar frá ábyrgum aðilum. Því er mikilvægt að þau geti spurt án þess að þau séu dæmd fyrir það og umræðan sé tekin. Og ég veit að Sigga Dögg hefur þá reynslu og þekkingu til að takast á við þá spurningar. Eins og hún sagði sjálf í viðtalinu. Hanna Björg kaus hins vegar að hlusta ekki á það og í stað þess að eiga í samtali sem myndi skila einhverri niðurstöðu ákvað hún að setjast á einhvern háan hest og tala niður til Siggu með hroka og saka hana um að vera á einhverri klámvæðingarlínu. Af því að hún fer ekki sömu leið og Hanna myndi fara í sinni fræðslu. Ef Sigga væri að með kynfræðslu á forsendum klámvæðingar þá væri hún ekki að leggja áherslu á gríðarlega mikilvæga hluti eins og samþykki og mörk. Á þetta samtal sem er grunnurinn að öllu í kynlífi. Slíkt samtal á sér ekki stað í klámi af neinu tagi… #TeamSiggaDögg

BDSM á Íslandi lýsir jafnfram yfir stuðningi við Siggu Dögg og skrifa á Facebook:

„Við viljum þakka Siggu Dögg fyrir hennar óþrjótandi framlag til kynfræðslu. Hún nálgast kynlíf og kynferðisleg samskipti á faglegan og hispurslausan hátt og nær þannig til unglinga þar sem þau eru stödd. Ófeimin og fræðandi umræða er einmitt það sem þarf til að vekja þau til umhugsunar um nauðgunarmenningu og upplýst samþykki.“

Sjá einnig: Sigga Dögg með tárvotar kinnar eftir Kastljósið – „Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið

Var látin í fimm daga á heimili sínu – Pug hvolpar byrjaðir að éta líkið
Fréttir
Í gær

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump

Svona mikið þarf Ísland að borga til að verða við kröfu Trump
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“

Vinslit hjá Margréti og Ingu Sæland: „Hún hefur ekki látið í sér heyra eftir að hún komst í ríkisstjórn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“

Diljá íhugar formannsframboð: „Ég hef þung­ar áhyggj­ur af stöðu flokks­ins“