fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Hvorki málefnalegt eða sanngjarnt að tengja fræðslu um BDSM-athafnir við ofbeldismenningu og klámvæðingu – „BDSM er ekki ofbeldi“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. janúar 2022 12:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kyrkingar, kynlíf og unglingar eru á allra vörum í kjölfar greinar sem birtist á dögunum þar sem tveir kynjafræðikennarar gagnrýndu Siggu Dögg kynfræðing fyrir að fræða unglinga um kyrkingar í kynfræðslufyrirlestrum sínum.

Þjóðin skiptist nú í fylkingar. Annars vegar þeir sem telja að unglingar eigi ekkert með að læra um kyrkingar þar sem um ofbeldi og klæmvæðingu sé að ræða sem eigi ekki heima í fræðslu um kynlíf. Hins vegar eru það þeir sem telja að fræða beri unglinga um allar hliðar kynlífs og mikilvægi þess að setja sér mörk og fá samþykki því annars gætu ungmenni leitað fræðslu í klámi sem sé ekki gott.

Margrét Nilsdóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði og formaður félagsins BDSM á Íslandi hefur nú ritað grein um málið þar sem hún segir mikilvægt að börn séu hvött til að vera ófeimin að tjá sig og virða mörk sín og annarra og að kynfræðsla eigi að snúast um að kenna börnum að stunda sitt kynlíf á eins öruggan hátt og unnt er, og kenna þeim muninn á BDSM og ofbeldi.

Eigum við að fara þá leið?

Þeir unglingar sem komist að því að þeir passi ekki í algengustu kassana séu oft í erfiðri stöðu og eigi sér fáar æskilegar fyrirmyndir. Þeir óttist að þeir séu of afbrigðilegir og að þeir verði ekki samþykktir í samfélaginu.

„Ungmenni munu alltaf fá langanir til að gera allskonar, hvort sem þær hugmyndir koma úr klámi, fagurbókmenntum eða eigin ranni. Sumt af því sem okkur getur hugkvæmst að gera er hættulegra en annað, til dæmis það að hefta andardrátt með einhverjum hætti eða nota fjötra. Annað virðist hreinlega of framandi eða ógeðfellt til að vera heilbrigt, eins og að hrækja á fólk eða míga á það.

Eigum við að fara þá leið að úthrópa allar hugsanlega varasamar kynferðislegar athafnir sem ógeðslegar og algjörlega óæskilegar og treysta á að slík samfélagsleg afstaða beini ungmennum frá slíku eða eigum við að fræða ungmennin okkar um hætturnar og leggja áherslu á að þau kynnist eigin löngunum, setji mörk og virði mörk annarra?“

Klám er afskræming á kynlífi

Klám birti skakka mynd af kynlífi, enda er það framleitt til að örva fólk kynferðislega með sjónræum hætti. Það sýni ekki innileika eða nánd og oft er vafasamt hvort samþykki sé til staðar eða ekki. Þetta þurfi börn að fá fræðslu um. Hins vegar sé ekki hægt að halda því fram að BDSM sé afsprengi kláms.

„Klám er afskræming á kynlífi og getur vissulega brenglað væntingar og hugmyndir unglinga um hvernig kynlíf á að fara fram. Það er þó staðreynd að blæti, kynferðislegir valdaleikir og sadómsaókismi, hugtök sem nú er oft talað um sem BDSM, er kynhegðun sem hefur fylgt mannkyninu í gegnum árþúsundir og er ekki hægt að smætta niður í einhverskonar óskapnað sem sé afsprengi kláms.“

BDSM er ekki ofbeldi

Margrét bendir á að BDSM sé ekki ofbeldi og fræða þurfi ungmenni um muninn þar á milli.

„BDSM er ekki ofbeldi. Mörg okkar sem erum BDSM-hneigð höfum nautn af því að valda öðrum sársauka en nautnin þarf að vera gagnkvæm. Að meiða einhvern án samþykkis er ofbeldi, rétt eins og kynlíf án samþykkis er nauðgun. Það er því ekki athöfnin sjálf heldur samhengið þar að baki sem skiptir máli þegar við fellum dóm um hvort um ofbeldi er að ræða eða ekki. Það er engan veginn sanngjarnt eða málefnalegt að gefa í skyn að með því að ræða opinskátt um samþykktar BDSM-athafnir við unglinga, jafnvel þó sú umræða snúist fyrst og fremst um samþykki og öryggi, sé verið að ýta undir ofbeldismenningu og klámvæðingu. Ungt fólk er fullfært um að skilja muninn á ofbeldi og BDSM ef þau fá á annað borð einhverja fræðslu þar að lútandi.“

Ekkert erindi í kynfræðslu unglinga

Kynfræðsla eigi ekki að snúast um að kenna börnum að stunda kynlíf eins og samfélagið vill helst að það sé stundað, heldur á sinn eigin hátt með öruggum hætti.

„Upphrópanir um afbrigðilegheit eða fullyrðingar um hvaða nautnir eigi að skammast sín fyrir eiga ekkert erindi í kynfræðslu unglinga. Það þarf að leggja áherslu á að það sem einkennir gott og heilbrigt kynlíf sé einfaldlega það að öll viðstödd hafi af því einhverskonar nautn og líði vel. Það þarf að tala um samþykki og hvernig það er fengið og mikilvægi þess að alltaf eigi að liggja fyrir yfirlýstur og ákafur vilji til að gera allt sem stendur til að gera. Það þarf að hvetja börn til að vera ófeimin við að tjá sig og virða mörk sín og annarra. Þetta er augljóslega flókið og vandasamt verkefni en sem betur fer höfum við gott fólk sem er tilbúið að fara í skólana og gera þetta vel.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé