fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Hanna Björg „algjörlega miður“ sín vegna framkomu sinnar í Kastljósinu – „Ég virkaði hrokafull og dónaleg“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 28. janúar 2022 13:30

Hanna Björg (t.v.) og Sigga Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur nú beðið Siggu Dögg afsökunar á framkomu sinni í hennar garð í Kastljósinu í gær.

Hanna Björg hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir orð sem hún lét falla í garð Siggu Daggar í gær og sökuð um hroka og dónaskap. Sigga Dögg birti í kjölfarið myndband á Instagram þar sem hún þakkaði stuðningin og sagði að aldrei í hennar lífi hafi verið talað til hennar með viðlíka hætti og Hanna Björg gerði í gær.

Sjá einnig: Sigga Dögg með tárvotar kinnar eftir Kastljósið – „Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig“

Hanna hefur nú gengist við því að vera dónaleg og birti afsökunarbeiðni á Facebook:

„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð – ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt – og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni.“

Sjá einnig: Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Hanna tekur fram að Sigga Dögg hefur gert frábæra hluti og framlag hennar til kynfræðslu sé mikilvægt. Gagnrýni Hönnu hafi snúist um viðhorf Siggu til kláms og kyrkinga í kynfræðslu, en við þá gagnrýni stendur Hanna enn.

„Það er rétt að taka fram, og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu – þetta met ég. Gagnrýnin snerist um viðhorf Siggu Daggar til kláms og kyrninga í kynfræðslu. Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu – mikilvæg sem hún er.“

Að lokum tekur Hanna Björg fram að hún líti ekki á BDSM sem ofbeldi.

„BDSM er ekki ofbeldi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna