fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Hanna Björg „algjörlega miður“ sín vegna framkomu sinnar í Kastljósinu – „Ég virkaði hrokafull og dónaleg“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 28. janúar 2022 13:30

Hanna Björg (t.v.) og Sigga Dögg

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir, kynjafræðikennari, hefur nú beðið Siggu Dögg afsökunar á framkomu sinni í hennar garð í Kastljósinu í gær.

Hanna Björg hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir orð sem hún lét falla í garð Siggu Daggar í gær og sökuð um hroka og dónaskap. Sigga Dögg birti í kjölfarið myndband á Instagram þar sem hún þakkaði stuðningin og sagði að aldrei í hennar lífi hafi verið talað til hennar með viðlíka hætti og Hanna Björg gerði í gær.

Sjá einnig: Sigga Dögg með tárvotar kinnar eftir Kastljósið – „Ég hef aldrei lent í því að það sé talað svona til mín og við mig“

Hanna hefur nú gengist við því að vera dónaleg og birti afsökunarbeiðni á Facebook:

„Ég er algjörlega miður mín eftir Kastljós þáttinn í gær. Frammistaða mín var ekki góð – ég virkaði hrokafull og dónaleg, ég axla fulla ábyrgð á því. Mér finnst ömurlegt að hafa dottið í þennan pytt – og þarna sýndi ég konu sem ég vil alls ekki vera. Ég bið Siggu Dögg hér með afsökunar í allri einlægni.“

Sjá einnig: Hanna Björg gagnrýndi Siggu Dögg harðlega í Kastljósi – „Þú normalíserar ofbeldishegðun og ég er á móti því“

Hanna tekur fram að Sigga Dögg hefur gert frábæra hluti og framlag hennar til kynfræðslu sé mikilvægt. Gagnrýni Hönnu hafi snúist um viðhorf Siggu til kláms og kyrkinga í kynfræðslu, en við þá gagnrýni stendur Hanna enn.

„Það er rétt að taka fram, og hefði kannski átt að koma fram miklu fyrr, mér finnst Sigga Dögg hafa gert frábæra hluti, sett mál á dagskrá og komið með nýjan tón í kynfræðslu – þetta met ég. Gagnrýnin snerist um viðhorf Siggu Daggar til kláms og kyrninga í kynfræðslu. Við þessa gagnrýni stend ég um leið og ég harma að frammistaða mín í gærkvöldi hafi kæft málefnalega umræðu um kynfræðslu – mikilvæg sem hún er.“

Að lokum tekur Hanna Björg fram að hún líti ekki á BDSM sem ofbeldi.

„BDSM er ekki ofbeldi“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi