Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú landsins, lenti í því í gærkvöldi að óprúttnir aðilar brutust inn í bifreið hennar fyrir utan hótelið Beaumont í hverfinu Mayfair í Lundúnum.
Birti hún myndir af aðkomunni á Instagram-síðu sinni en þar tók hún fram að þrátt fyrir innbrotið hafi það verðmætasta í bifreiðinni verið skilið eftir, flaska af íslensku jöklavatni. Virðist forsetafrúin fyrrverandi ekki kippa sér mikið upp við innbrotið, svo lengi sem íslenska vatnið hennar er látið í friði.