fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Segir sig frá trúnaðarstörfum innan Samfylkingarinnar vegna moldviðrisins í kringum SÁÁ

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 14:10

Hörður J. Oddfríðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður J. Oddfríðarson, formaður fulltrúaráðs Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur sagt sig frá öllum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Í samtali við DV staðfestir Hörður þessa ákvörðun og segir að ástæðan sé moldviðrið sem hefur þyrlast upp í kringum SÁÁ undanfarin misseri en þar starfar Hörður sem dagskrárstjóri göngudeildar.

Við embætti formanns fulltrúaráðs tekur Ásta Guðrún Helgadóttir en hún bauð sig fram gegn Herði í hnífjöfnum kosningum á síðasta ári. Aðeins einu atkvæði munaði á frambjóðendunum þegar upp er staðið, Herði í vil.

Sjá einnig: Hörður hélt naumlega velli eftir óvænt mótframboð

Inná borði Héraðssaksóknara

Eins og greint var frá fyrr í mánuðinum gerði Eftirlitsdeild Sjúkratrygginga Íslands alvarlegar athugasemdir við þúsundir reikninga frá SÁÁ og hafa krafist endurgreiðslu á allt að 174 milljónum króna. Málið hefur vakið mikla athygli og er þegar komið inn á borð hjá Landlækni, Persónuvernd og Héraðssaksóknara.

Meðal annars snýst málið um að göngudeildum, sem Hörður stýrir,  hafi verið lokað frá 5. október árið 2020 og út árið vegna sóttvarna. Hins vegar töldu Sjúkratryggingar að það hafi ekkert tilefni verið fyrir lokuninni en heilbrigðisþjónusta hafi á þeim tíma verið heimil án takmarkana og til samanburðar hafi göngudeild fíknimeðferðar á Landspítala verið opin á þessu tímabili. SÍ hefur því krafist endurgreiðslu á fastagjaldi fyrir þessa 3 mánuði sem hljóðar upp á tæplega 30 milljónir.

Aðspurður segir Hörður að mikið álag sé í starfi hans innan SÁÁ og að hann telji sig ekki geta sinnt skyldum sínum í störfum fyrir Samfylkinguna. Varðandi Sjúkratrygginga-málið segir hann að það ekki tímabært að tjá sig opinberlega. „Það er ekki gott að of margir kokkar séu að hræra í sama potti. Hins vegar er sárt að sjá vegið að starfsheiðri stéttarinnar sem ég tilheyri,“ segir Hörður.

Sjá einnig: Hörður viðurkennir að hafa misnotað yfirburðastöðu gegn Jódísi

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur

Gjaldþrota fyrirtæki Quang Le skipað að endurgreiða lyklagjald vegna leigusamnings sem aldrei var efndur
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar

Samherji leggur listamann í bresku dómsmáli – Villti á sér heimildir og baðst afsökunar
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu

Bað um að Jón yrði útilokaður daginn sem upptakan fór í dreifingu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt

Hart sótt að Þórði Snæ eftir afsökunarbeiðnina – Ingibjörg á Heimildinni segir hann skorta auðmýkt