fbpx
Föstudagur 15.nóvember 2024
Fréttir

Reynir fullyrðir að fingraför Róberts Wessman séu á innbrotinu í Mannlíf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 23:00

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri og einn eigenda Mannlífs, hefur brugðist við yfirlýsingu sem kom úr ranni Róberts Wessman í kvöld.

Í yfirlýsingu frá talsmanni Róberts kom fram að hann hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann æskir þess að nefndin skoði sérstaklega greiðslur til eiganda Mannlífs. Segir hann að útgáfufyrirtækið sem rekur Mannlíf hafi fengið tugmilljóna króna greiðslur fyrir níðskrif Mannlífs um Róbert, en skrifin hafi það að markmiði að skaða orðspor og ímynd Róberts.

Yfirlýsinguna má lesa í fyrri frétt DV um málið í kvöld

Reynir Traustason segir í pistli á vef Mannlífs í kvöld að þessi yfirlýsing frá Róbert vísi til gagna úr innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Það atvik var mikið í fréttum í síðustu viku en í innbrotinu var öllum fréttum af vef Mannlífs eytt eftir að innbrotsþjófarnir komust yfir tölvu á ritstjórnarskrifstofunni sem var ekki læst. Tekið skal fram að Róbert Wessmann hefur harðneitað að tengjast innbrotinu með nokkrum hætti. Reynir segir í pistli sínum:

„Róbert Wessman sent frá sér yfirlýsingu og virðist vísa til gagna úr innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Hingað til hafa ekki legið fyrir staðfestingar á aðkomu Róberts en nú virðast fingraför auðmannsins smám saman vera að koma í ljós.“

Reynir segir ennfremur:

„Mannlíf hefur undanfarna daga aflað gagna um þá sem talið er að hafi staðið að innbroti hjá Mannlíf og þeir aðilar virðast hafa átt samskipti og samstarf við Róbert um ýmis verkefni. Þessum upplýsingum hefur verið og verður miðlað til lögreglunnar án tafar og varpa vonandi ljósi á ávinning og markmið þess sem raunverulega stóð á bakvið innbrotin. Daginn áður en ný frétt átti að birtast um Róbert á vef Mannlífs hafa þjófarnir látið til skarar skríða. Sú frétt hefur verið endurheimt og birtist fljótlega á vef Mannlífs.“

Segir Reynir enn fremur að Róbert geri núna örvæntingarfulla tilraun til að tengja umfjöllun Mannlífs um hann einhverjum fjárhagslegum hvötum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði

Sýndu nektarmyndir af Melania Trump í rússnesku sjónvarpi – Segir að Pútín sé að sýna Trump hver ráði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“

Oddvitinn í veikindaleyfi og sakar minnihlutann um ofbeldi – „Gerendurnir eru þekktir og þetta mun verða þeim til ævarandi skammar og minnkunar“
Fréttir
Í gær

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum

 Fiskikóngurinn segir að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að gera þetta til að „skíta ekki upp á bak“ í komandi kosningum
Fréttir
Í gær

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin

Svona ætlar Inga Sæland að fjármagna kosningaloforðin
Fréttir
Í gær

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings

Fyrirtæki krafði Oddfellowregluna um á annan tug milljóna króna án nokkurs samnings
Fréttir
Í gær

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé

Eftirlýstur frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins dregur sig í hlé