fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Reynir fullyrðir að fingraför Róberts Wessman séu á innbrotinu í Mannlíf

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 23:00

Reynir Traustason. Mynd: Hákon Davíð Björnsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reynir Traustason, ritstjóri og einn eigenda Mannlífs, hefur brugðist við yfirlýsingu sem kom úr ranni Róberts Wessman í kvöld.

Í yfirlýsingu frá talsmanni Róberts kom fram að hann hefur sent Fjölmiðlanefnd bréf þar sem hann æskir þess að nefndin skoði sérstaklega greiðslur til eiganda Mannlífs. Segir hann að útgáfufyrirtækið sem rekur Mannlíf hafi fengið tugmilljóna króna greiðslur fyrir níðskrif Mannlífs um Róbert, en skrifin hafi það að markmiði að skaða orðspor og ímynd Róberts.

Yfirlýsinguna má lesa í fyrri frétt DV um málið í kvöld

Reynir Traustason segir í pistli á vef Mannlífs í kvöld að þessi yfirlýsing frá Róbert vísi til gagna úr innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Það atvik var mikið í fréttum í síðustu viku en í innbrotinu var öllum fréttum af vef Mannlífs eytt eftir að innbrotsþjófarnir komust yfir tölvu á ritstjórnarskrifstofunni sem var ekki læst. Tekið skal fram að Róbert Wessmann hefur harðneitað að tengjast innbrotinu með nokkrum hætti. Reynir segir í pistli sínum:

„Róbert Wessman sent frá sér yfirlýsingu og virðist vísa til gagna úr innbroti á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs. Hingað til hafa ekki legið fyrir staðfestingar á aðkomu Róberts en nú virðast fingraför auðmannsins smám saman vera að koma í ljós.“

Reynir segir ennfremur:

„Mannlíf hefur undanfarna daga aflað gagna um þá sem talið er að hafi staðið að innbroti hjá Mannlíf og þeir aðilar virðast hafa átt samskipti og samstarf við Róbert um ýmis verkefni. Þessum upplýsingum hefur verið og verður miðlað til lögreglunnar án tafar og varpa vonandi ljósi á ávinning og markmið þess sem raunverulega stóð á bakvið innbrotin. Daginn áður en ný frétt átti að birtast um Róbert á vef Mannlífs hafa þjófarnir látið til skarar skríða. Sú frétt hefur verið endurheimt og birtist fljótlega á vef Mannlífs.“

Segir Reynir enn fremur að Róbert geri núna örvæntingarfulla tilraun til að tengja umfjöllun Mannlífs um hann einhverjum fjárhagslegum hvötum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi