Það voru óvenju margir Íslendingar sem héldu með Danmörku í leik þeirra gegn Frakklandi á Evrópumótinu í handbolta í gærkvöldi. Ástæðan fyrir því er þó einföld því Ísland þurfti á sigri Dana að halda til þess að komast í undanúrslit.
Þegar Danmörk komst yfir í leiknum og hélt yfirhöndinni fram að hálfleik voru flestir farnir að hugsa um Ísland í undanúrslitunum og jafnvel í úrslitaleiknum. Það var skiljanlegt enda virtist Danmörk ætla að sigla sigri frekar auðveldlega í höfn.
En þegar seinni hálfleikurinn fór mátti sjá alls kyns óskiljanlegar ákvarðanir hjá Nikolaj Jacobsen, þjálfara danska liðsins. Hann tók til dæmis Kevin Møller, markmann liðsins, út af í hálfleik þrátt fyrir að hann væri búinn að standa vaktina í rammanum með sóma. Svo fór hann að taka fleiri lykilmenn út af þegar leið á hálfleikinn, þrátt fyrir að Frakkland væri að fá vind í seglin sín.
Að lokum virtist vera sem þeir dönsku væru vísvitandi að kasta sigrinum frá sér. Á lokamínutunum náði Frakkland að jafna og þá ákváðu dönsku leikmennirnir að skjóta lengst yfir í nánast hverju skoti. Á endanum komst Frakkland yfir og sigraði leikinn, Íslendingum til mikillar gremju þar sem það þýddi að íslenska liðið væri úr leik í mótinu.
Gremja Íslendinga miðaðist þó að engu leyti að Frakklandi heldur frekar að Dönum, enda áttu þeir að vinna þennan leik auðveldlega. Á samfélagsmiðlinum Twitter fór fólk að hrauna yfir danska liðið og jafnvel dönsku þjóðina í heild sinni fyrir tapið.
Reiði Íslendinga var meira að segja svo mikil að hún vakti athygli danskra fjölmiðla.
Hér fyrir neðan má sjá það helsta sem Íslendingar höfðu að segja eftir að Danmörk tapaði í gær:
Mér er óglatt. Þetta er viðbjóðslegt.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 26, 2022
Hættum að kenna dönsku í skólum. Fer ekki fram á meira.
— Máni Pétursson (@Manipeturs) January 26, 2022
Jæja. Ég er farinn að sækja handritin.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 26, 2022
Hvílir bestu mennina sína og tekur útaf þá sem geta e-ð í leiknum! Hef ekki verið jafn illa við 1 dana síðan blackjack dealerinn á Radison hreinsaði mig á korteri…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 26, 2022
Gleymdu því pic.twitter.com/4PHOPQMiQy
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 26, 2022
Sannfærandi leikþáttur hjá Nicolaj Jacobsen þarna í lokin. Alveg í rusli. Skipti samt ekkert aftur um markvörð, hreyfði liðið ekkert af viti þegar ekkert gert og tókst að moka okkur út. Persona non grata.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 26, 2022
Það má berja alla í klessu sem bera eftirfarandi eftirnöfn:
Jensen
Nielsen
Hansen
Pedersen
Andersen
Christensen
Larsen
Sorensen
Rasmussen
Jorgensen
Madsen
Olsen
Poulsen— Jón Bjarni (@jonbjarni14) January 26, 2022
ég að ferðast aftur í tímann til að hitta danska langalangafa minn pic.twitter.com/ViaRrIiXun
— Olé! (@olitje) January 26, 2022
Ef að þú ætlar að vera með leikþátt hafðu hann þá góðan..
— Kjartan Henry Finnbogason (@kjahfin) January 26, 2022
— Solveig Óskarsdóttir (@solveigoskarsd) January 26, 2022
Það vita það ekki margir en Styrmir Gunnarsson sagði þetta upphaflega um Danmörku. pic.twitter.com/6Z7roEuo35
— Atli Jasonarson (@atlijas) January 26, 2022
Þá er maður búin að krota yfir fæðingarstað á vegabréfinu
— Kolka Rist (@kolkawrist) January 26, 2022
Heyrði að Elliði sé í þessum töluðu orðum að sleikja hurðahúninn hjá Hansen og Gidsel.
— Thorarinn Ingi V (@thorarinnV) January 26, 2022
Það sem ég vona frá dýpstu hjartarótum að þessu Danarusli verði fleygt öfugum út af Spánverjum á föstudaginn🤮🤬
— Theodor Palmason (@TeddiPonza) January 26, 2022
Ég er svo pirraður að ég nenni ekki einu sinni að blóta Dönum á dönsku. Fokk.
— Einar Örn Jónsson (@RanieNro) January 26, 2022
Hvernig er hægt að vera svona ömurleg og ógeðsleg þjóð eins danmörk bara í alvöru
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Aldrei hægt að treysta á þessa reiðhjólahasshausa, getið troðið þessari spægipylsu uppí smörrebrodið á ykkur 🇩🇰
— Teitur Örlygsson (@teitur11) January 26, 2022
Rødgrød med fløde?
More like rødGrjóthaltuKjaftiOgFarðuHeimÍÞittFlataLandOgVertuÞarMeðÞittSmørrebrødOgHugsaðuÞinnGang— Krilla 👽 (@annaxkristiin) January 26, 2022
Ég að sækja handritin pic.twitter.com/9X0M3xVOKc
— 🔥🤠Yeehaw snáðinn🤠🔥 (@drekarekari) January 26, 2022
Munið bara að sama hversu danska lagið verður gott í Eurovision, ekki gleyma hvernig ykkur líður núna þegar þið kjósið í vor…
— Gudni Mar Hardarson (@GudniMarH) January 26, 2022
Danir svo innilega suck mine cock
— Birkir Bicep (@birkirbeast) January 26, 2022
Ég: horfi aldrei á handbolta, hugsa aldrei um handbolta, veit ekkert um handbolta
Líka ég: börnin mín verði hér með undanskilin dönskukennslu…
— Tinna B. Kristins (@tinna790) January 26, 2022
Átti einu sinni danskan kærasta sem ég hélt að væri framtíð mín. Hann beilaði á mér á síðustu stundu og skildi mig eftir í sárum. Svona eru þeir allir. Helvítin á þeim #emruv
— Þórunn Jakobs 🇵🇸 (@torunnjakobs) January 26, 2022
ætli danir hafi verið fyrir leikinn: já svo höldum við yfirhöndinni allan tímann, keyrum vonir íslendinga upp og svo leikum við okkur að tapa á 58? ég er ekki að segja að ég trúi því upp á dani – en ég geri það. ég trúi því uppá dani.
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) January 26, 2022
Danmörk.
Hoppið upp í rassgatið ykkar pic.twitter.com/Cc8E80Pp5n
— Þór Símon (@BjorSimon) January 26, 2022
Stúdentana heim. Það eiga allir stúdentar búsettir í Danmörku að flytja heim. Þið búið í gini ljónsins. Flytjið heim. Þetta er peak meðvirkni. Flytjið heim eða til Bergen. Það er ekkert annað í boði.
— Gissari (@GissurAri) January 26, 2022
Getum við öll plís munað það í næsta Eurovision að Danir eru ekki „frændur okkar” og við hötum þá. Þannig náum við fram hefndum eftir leik dagsins og fórnum fyrri gildum um vinskap okkar við þessa flødeskum-lepjandi, ofskipulögðu fílupúka. pic.twitter.com/5XIAD8vKeu
— Arnar (@arnareyfells) January 26, 2022
" Ja eg ætla að taka kevin möller sem er buinn að verja 200 skot útaf í halfleik þvi að eg er hálfviti" pic.twitter.com/ShYIsV17XN
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Allir að setja í reminder að það er bannað að kjósa danasvikarana í eurovision
— 🇵🇸 Tinna, öfgafemínisti 💥 (@tinnaharalds) January 26, 2022
Ég vil viðskiptabann á Danmörk.
— Björgvin Á (@bergwin) January 26, 2022
danmörk er ógeðsleg þjóð og land og smurrebrauðið þeirra er vont og tungumálið ljótt og þeir mega bara allir fokka sér
— Tjörvi Jónsson🇳🇬 (@tjorvijons) January 26, 2022
Það eina góða við hlýnun jarðar er að Danmörk verður undir sjó #emruv
— Elvar Sigurjónsson (@elvarsig96) January 26, 2022
Möller með 40% markvörslu
Landin með 25%. Meira helvítis ruglið að taka Möller útaf. Fuck Danmörk. Þoli þá ekki— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 26, 2022
Takk fyrir ekkert Danmörk #emruv
— Þorbjörg Gunnlaugs (@obbasigga) January 26, 2022
Danmörk er rassgat Evrópu. Alltaf sagt þetta.
— Rafn Steingríms 🇺🇸🇮🇸🌐🏳️🌈🌮 (@rafnsteingrims) January 26, 2022
Hef hvort eð er alltaf hatað Danmörk.
— ranni (@ranni233) January 26, 2022
Ég hef alltaf sagt þetta. Danmörk er viðurstyggilegasta þjóð í heimi og þeir gerðu þetta viljandi til að fokka í okkur. Megi þau öll vera étin af minkum.
— Alexander Freyr (@alexander_freyr) January 26, 2022
DANMÖRK MESTA RUSL ÞJÓÐ Í HEIMI!
— benni (@bennicool123) January 26, 2022
Takk fyrir ekkert Danmörk #emruv #emruv2022 pic.twitter.com/GXg6lIApAy
— DisaBirgis (@Disa_Birgis) January 26, 2022
Hahaahha djöfull verð ég glaður þegar Danmörk tapar í undanúrslitum
— Gunnar Pétur Haraldsson (@gunniiip) January 26, 2022
Hata Danmörk
— Fannar Swift 🧣 (@fannarapi) January 26, 2022
Danmörk er ekki til lengur #emruv pic.twitter.com/qVG6XQVHlI
— Guddy G (@GuddyG2) January 26, 2022
Fokk off Danmörk
— Sesselja Ósk🕺🏻 (@sesseljaoskk) January 26, 2022
Sver það, Danmörk var bara reyna að tapa. Skítalykt af þessu.
— Guðrún Ósk (@osk_run) January 26, 2022
Helvítis maðkaða mjölið! Takk fyrir ekkert Danmörk! #emruv
— Rósa Sturludóttir 🇵🇸 (@rosasturlu) January 26, 2022
Ég horfi ekki á handbolta, en ég er alltaf til í að sjá Dana hatur á tíma línunni. Handritin heim og fokk Danmörk!
— Sigma Male Cybertruck (@HjaltiGud) January 20, 2022
Danmörk má rotna í helvíti mín vegna núna!
— Ægir Líndal (@AegirLindal) January 26, 2022
Takk fyrir nákvæmlega ekki neitt Danmörk
— Bríet (@eyrun_briet) January 26, 2022
Danmörk er kúkalabba land
— Guðmundur Páll (@Gumundurpall) January 26, 2022
Danmörk er drasl land
— Daniel Wale Adeleye (@DanielWale45) January 26, 2022
Eigum við að kíkja í verslunarferð til Köben!
Ég: Nei. Danmörk er ekki til fyrir mér!
Fokk hvað ég er pirruð! #emruv
— Ágústa Arna (@djammstrumpurin) January 26, 2022
Fokking helvitis Danmörk
— Benzo (@bukayobenzo) January 26, 2022
Jæja, núna skrifum við Danmörk út úr öllu, hættum að læra dönsku og hættum að gera allt sem tengist dönsku. Danir mega bara eiga sig!#emruv #emruv2022
— Sveinn Brimar (@Brimarjons) January 26, 2022
Helvítis ógeðis flødeskum étandi, Carlsberg drekkandi, viðbjóðs hasshausar!
Þvílík djöfulsins drulla !!
Danmörk er cancelled!
— Ásgeir Halldórsson (@asgeir86) January 26, 2022