fbpx
Mánudagur 27.janúar 2025
Fréttir

Hörður viðurkennir að hafa misnotað yfirburðastöðu gegn Jódísi – „Ég gengst við því“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 27. janúar 2022 17:00

Hörður J. Oddfríðarson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður J. Oddfríðarson viðurkennir í samtali við Stundina að vera sá maður sem þingkonan Jódís Skúladóttir sakar um áreitni og misnotkun á yfirburðastöðu gegn sér.

„Þegar ég mætti með rútunni í eftirmeðferð á Staðarfell í Dölum tók á móti mér maður sem var kanóna innan SÁÁ, sá sami hafði misnotað yfirburðaðstöðu sína gagnvart mér þrem árum fyrr. Ég hafði þá verið 17 ára, hann 30 ára. Hann, edrú, gaf mér áfengi, káfaði á mér og tróð tungunni upp í mig. Ég forðaði mér en hann mætti heim til mín um nóttina og vildi komast inn,“ segir í Facebook-færslu Jódísar um málið.

Hörður hefur nú sagt sig frá ýmsum áhrifastöðum vegna málsins. Í samtali við DV í dag sagðist Hörður vera búinn að segja af sér öllum áhrifastöðum innan Samfylkingarinnar en hann var formaður fulltrúaráðs flokksins í Reykjavík. Sagði hann ástæðuna vera moldviðri sem þyrlast hefur upp í kringum SÁÁ undanfarið, en þar hefur Hörður starfað sem dagskrárstjóri göngudeildar. Í viðtalinu við DV vísaði Hörður til þeirra mála SÁÁ er snerta ásakanir Sjúkratrygginga Íslands um að samtökin hafi oftalið viðtöl og fengið greiddar um 170 milljónum of mikið frá stofnuninni.

Ljóst er að samkvæmt frétt Stundarinnar eiga ásakanir Jódísar stóran þátt í ákvörðun Harðar um að stíga til hliðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“

Margir furða sig á hinum væga dómi eftir dauðsfallið á Lúx – „Mannslíf er metið lítils í réttarkerfinu“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum

Enn slá Rússar met hvað varðar mannfall á vígvellinum