fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Vilborg pólfari stígur fram í máli fjallaleiðsögumannsins – „Ég ein af þeim konum sem um ræðir“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilborg Arna Gissurardóttir, fjallagarpur og pólfari, hefur nú opnað sig um reynslu sína af heimilisofbeldi, en hún er ein þeirra kvenna sem hafa stigið fram síðasta sólarhring og greint frá ofbeldi sem þær segjast hafa orðið fyrir af hendi fjallaleiðsögumannsins Tomaszar Þórs Verusonar.

Sjá einnig: Fleiri fyrirtæki hætta samstarfi við Tomasz Þór vegna ásakana um ofbeldi – „Allra þyngsti bakpokinn á mínum ferli“

Hún opnar sig um þetta á Facebook síðu sinni þar sem hún styður við frásögn konunnar sem fyrst steig fram.

„Þyngsti bakpokinn og hæsta fjallið að klífa.

Heimilisofbeldi og hvers kyns ofbeldi í öllum sínum birtingarmyndum er þungt farg að bera fyrir þolendur slíkra mála, fjölskyldur og alla þá sem tengjast á einn eða annan hátt. Eins og margir vita nú þegar tengist ofbeldismál sem er nú til umfjöllunar í fjölmiðlum mér og er ég ein af þeim konum sem um ræðir.

Svona lífsreynsla markar mann fyrir lífstíð og skilur eftir ör á sálinni. Með aðstoð góðs fólks og tímanum grynnka örin þó þau hverfi kannski aldrei alveg. Minn bakpoki er ansi þungur eftir lífsreynslu síðustu ára og hefur markað mig á ýmsan hátt þó ég beri það ekki utan á mér. Eins hefur þetta haft afleiðingar sem hefur tekið tíma að vinna úr og sú vinna heldur auðvitað áfram.“

Vilborg segist styðja við frásögn þeirrar konu sem stigið hefur fram með sögu sína og segist sjálf hafa verið í hennar sporum, bæði er hún var í sambandi með Tomazsi sem og þegar þau voru kollegar.

„Ég styð þá frásögn sem fram hefur komið og hef staðið í sömu sporum bæði á meðan á sambandi okkar stóð og einnig á okkar samstarfsvettvangi.“

Vilborg segir að það sé mikilvægt að gera sér grein fyrir að þolendur og gerendur í svona málum séu ekki steyptir í eitt fast mót. Nauðsynlegt sé að samfélagið standi saman til að grípa þolendur en einnig að gerendum standi úrlausnir til boða.

„Fyrir mig persónulega hefur sú vakning sem hefur átt sér stað að undanförnu skipt miklu máli og það er mikilvægt að við höldum áfram á þeirri braut. Ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar kemur að þeirri umræðu.

Með vinsemd og kærum þökkum fyrir ást og umhyggju“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“

Brynjar Karl birtir myndband sér til varnar – „I rest my case, your honor!“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?

Furðuleg sjón blasti við lögreglu í því sem átti að vera venjulegt útkall – Má hafa samfarir við barnakynlífsdúkkur og taka af því myndir?
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall