Stór hluti þjóðarinnar fylgdist með leik Dana og Frakka á EM í handbolta í kvöld enda vissu flestir að sigur Dana myndi tryggja Íslandi sæti í undanúrslitum keppninnar. Því miður sigu Frakkar fram úr á lokamínútunum eftir að Danir höfðu leitt mestallan leikinn, höfðu mest fimm marka forystu.
Lokatölur urðu hins vegar 30:29 fyrir Frakka.
Ísland mætir Noregi á föstudag í leik um 5. sætið á mótinu. Árangur Íslands í þessari keppni er sá besti á stórmóti síðan árið 2014 þegar liðið lenti í 5. sæti á EM.
Margir tjáði sig um leikinn á samfélagsmiðlum og spennan var óbærileg. Vonbrigðin voru síðan allsráðandi í leikslok, ekki síst hjá sjónvarpsþuli RÚV sem sagði: „Aldrei hægt að treysta á þessa Dani.“
Tíminn líður ekki svona hægt er það?
— Garðar Ingi Leifsson (@gardarleifs) January 26, 2022
Þessi varamarkvörður Dana getur ekkert!
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 26, 2022
Afhverju líður þessi leikur miklu hægar en leikir Íslands?! #emruv #EHFEuro
— Matti Matt-ekki á Rás 2 eða söngvari. Hann/Him (@mattimatt) January 26, 2022
“ Ja eg ætla að taka kevin möller sem er buinn að verja 200 skot útaf í halfleik þvi að eg er hálfviti“ pic.twitter.com/ShYIsV17XN
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 26, 2022
Ok nú mega Frakkar hætta að skora #emruv
— Þórunn Jakobs 🇵🇸 (@torunnjakobs) January 26, 2022
Hvílir bestu mennina sína og tekur útaf þá sem geta e-ð í leiknum! Hef ekki verið jafn illa við 1 dana síðan blackjack dealerinn á Radison hreinsaði mig á korteri…
— Auðunn Blöndal (@Auddib) January 26, 2022
Þegar èg hèlt að þessi einangrun gæti ekki versnað… 🤮
— Björgvin Páll Gústavsson (@BjoggiGustavs) January 26, 2022
Jæja, þá er danska landsliðinu cancelled.
— Öfgar (@ofgarofgar) January 26, 2022