fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Landlæknir tekur bara við kvörtunum útprentuðum og póstlögðum

Heimir Hannesson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 18:00

„Sendu mér póst“ öðlast spánýja merkingu þegar embætti Landlæknis á í hlut, ef marka á heimasíðu embættisins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrátt fyrir átak hins opinbera í umbyltingu samskipta almennings við hina ýmsu króka stjórnsýslunnar undanfarin misseri er ljóst að pottur er enn víða brotinn. Þannig barst DV til að mynda ábending um það í vikunni að enn væri einungis hægt að senda inn kvörtun til embættis Landlæknis skriflega, og þá bókstaflega skriflega – með blekpenna.

Inni á heimasíðu Landlæknis er sérstakur flokkur undir „Gæði & eftirlit“ sem heitir „Kvartanir til embættis landlæknis.“ Þar er skjólstæðingum íslenska heilbrigðiskerfisins sem telja á rétti sínum brotið boðið að senda inn kvartanir. Leiðbeiningar eru skýrar: „Kvörtun á að vera skrifleg og tilefni hennar skal koma þar skýrt fram.“

Boðið er upp á tvenns konar eyðublöð. Annars vegar í „docx“ formi, sem er þá til útfyllingar í tölvu, og svo PDF skjal til útprentunar og handskriftar. Bæði skjölin þarf þó að prenta út og senda á embættið með bréfpósti. Ekki tölvupósti. „Kvörtun skal beina skriflega, með formlegu bréfi (ekki í tölvupósti), til embættis landlæknis, Katrínartúni 2, 105 Reykjavík,“ segir á þessu sama vefsvæði.

Mörgum gæti þótt þessi leið kvartana stinga í stúf við fyrri yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar en hún hefur undanfarin ár kostað miklu til við rafvæðingu stjórnsýslu landsins. Nú er til að mynda hægt að láta þinglýsa skjölum rafrænt, fá rafrænt ökuskírteini, kæra mál innan stjórnsýslunnar með rafrænum eyðublöðum, skila inn skattframtölum og kæra þau fram og til baka á vettvangi veraldarvefsins. Ætli einhver að kvarta yfir einhverju til Landlæknis, þarf sá hinn sami þó enn um sinn, að verða sér út um frímerki.

Fyrir þá sem eru ryðgaðir í póstfræðum má rifja upp að pósthúsin eru í dag sjö talsins á höfuðborgarsvæðinu og 32 á landinu öllu og eru þau opin virka daga. Þar má, meðal annars, póstleggja bréf.

224 krónur kostar að senda bréf innanlands í dag, að því gefnu að bréfið sé undir 50 grömmum. Fari þyngd bréfsins yfir það bætist 21 króna við gjaldið og verður það 265 kr.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“

Eldingu sló niður í Hallgrímskirkjuturn – „Þetta var mögnuð tilviljun“
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni

Sex manna hvolpasveit handtekin á Spáni
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall

Þessir fimm framhaldsskólar eru á leið í verkfall
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana

Fær trygginguna endurgreidda þó að Mosfellsbær hafi borgað hana
Fréttir
Í gær

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Í gær

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“