fbpx
Laugardagur 11.janúar 2025
Fréttir

Gætum náð hjarðónæmi eftir allt að 2 mánuði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 11:27

Þríeykið á fundi almannavarna. mynd/Eyþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, segir að samkvæmt grófum útreikningum geti landsmenn vænst þess að það taki upp í 1,5 – 2 mánuði að ná fram hjarðónæmi miðað við óbreyttar smittölur.

Þetta kom fram á upplýsingafundi almannavarna sem enn stendur yfir.

Þórólfur fór yfir sviðið varðandi stöðu faraldursins en um 90% allra þeirra smita sem eru að greinast eru af völdum Omnicron-afbrigðisins. Að sama skapi sé alvarlegum veikindum að fækka en 0,2% þeirra sem smitast veikjast alvarlega. Svo virðist sem örvunarbólusetningin dragi mjög úr slíkum veikindum.

Að mati Þórólfs  þá styttist í enda faraldursins. Miðað við bráðabirgðaniðurstöður Íslenskrar erfðagreiningar varðandi rannsókn á mótefni og hversu útbreitt það sé meðal landsmanna benda til þess að um 20% þeirra sem eru 40 ára og yngri hafi smitast af covid. Þórólfur telur að  um 80% landsmanna þurfi að smitast til að ná hjarðónæmi og því megi búast við að það taki einn og hálfan eða allt að tvo mánuði til að ná því, eins og áður segir. Það sé því ekki langt í land þar til að faraldrinum sloti en það gæti þó breyst. „Við þurfum að vera viðbúin því að ný afbrigði geti komið upp sem geti breytt viðbrögðum stjórnvalda,“ sagði Þórólfur.

Fréttin verður uppfærð

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna

Trump sagður leita logandi ljósi að sjúkdómi til að réttlæta lokun landamæranna
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja

Samgöngustofa og 66°Norður vekja athygli á mikilvægi endurskinsmerkja
Fréttir
Í gær

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“

Fjórtán ára drengur stórslasaður eftir að hafa tekið upp flugeld – „Af hverju heldur fólk að einhverjir aðrir gangi frá?“
Fréttir
Í gær

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“

Anna greindist með krabbamein og þurfti í bráðaaðgerð – „Meinið er búið að dreifa sér“
Fréttir
Í gær

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins

Þrýst á Sigurð Inga að axla ábyrgð eftir slakan árangur Framsóknarflokksins
Fréttir
Í gær

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna

Billy Crystal missti heimili sitt til 46 ára – Paris Hilton horfði á húsið sitt brenna