fbpx
Fimmtudagur 24.apríl 2025
Fréttir

Fleiri fyrirtæki hætta samstarfi við Tomasz Þór vegna ásakana um ofbeldi – „Allra þyngsti bakpokinn á mínum ferli“

Máni Snær Þorláksson
Miðvikudaginn 26. janúar 2022 12:46

Skjáskot af vefsíðu Ferðafélags Íslands

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

DV greindi frá því í gærkvöldi að GG Sport væri búið að slíta samstarfi við leiðsögumann vegna ásakana um ofbeldi í Facebook-hópnum Fjallastelpur – umræðuhópur um útivist á Íslandi fyrir konur. Síðan sú frétt birtist í gærkvöldi hafa fleiri fyrirtæki sem voru í samstarfi við leiðsögumanninn slitið samstarfinu en auk þess hefur Vísir nafngreint manninn sem Tomasz Þór Veruson.

Tomasz er fjallaleiðsögumaður og ljósmyndari sem er nokkuð vinsæll á samfélagsmiðlinum Instagram. Þar er hann með rúmlega 15 þúsund fylgjendur en síðan fréttaflutningur af ásökununum hófst hefur hann lokað aðgangi sínum fyrir þá sem eru ekki að fylgja honum.

Óttaðist öryggi sitt og fjölskyldu sinnar

Í frásögn konunnar sem steig fram í Facebook-hópnum er hennar hlið málsins lýst í ítarlegum smáatriðum. „Í tvö ár var ég í ofbeldissambandi með manni sem um þessar mundir fer mikið fyrir í fjallaheiminum. Ég var beitt miklu andlegu ofbeldi sem einnig var á tímum líkamlegt og kynferðislegt,“ segir konan í upphafi færslunnar.

„Mig hefur lengi langað til að stíga fram en aldrei fundið kjarkinn fyrr en nú. Ég og aðrar konur (við erum fleiri en ein, tvær og þrjár) höfum síðustu ár þurft að horfa upp á ofbeldismann okkar taka ítrekað fyrir ný fórnarlömb ásamt því að sjá bæði andlit hans og nafn prýða hina ýmsu miðla og koma fram í auglýsingum. Slíkt vekur eðlilega upp slæmar tilfinningar, og sem dæmi í mínu tilfelli áfallastreitu. Þá hef ég einnig óttast öryggi mitt og öryggi fjölskyldu og vina og því kosið að segja mína sögu á annan hátt en opinberlega. Sem betur fer veit nú þegar fjöldi fólks hvaða mann hann raunverulega hefur að geyma.“

Önnur fyrrverandi kærasta Tomazar hefur stigið fram í athugasemdunum við færsluna. „Þetta er líka fyrrverandi kærastinn minn og ég tek undir þín orð. Viðkomandi var einnig samstarfsaðili minn um tíma og það hefur verið erfitt að burðast með þetta farg á herðunu, allra þyngsti bakpokinn á mínum ferli og hæsta fjallið að klífa,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fer ekki neitt í sumar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV

Miklar breytingar framundan á fréttatímum RÚV
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“

Hornfirðingar ósáttir við verslun Nettó á Höfn – „Þetta var ansi sorgleg búðarferð í dag“
Fréttir
Í gær

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“

Lögregla varar við svikum – „Textinn er áhugaverður svo ekki sé meira sagt“
Fréttir
Í gær

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin

Pútín lætur reyna á NATÓ við finnsku landamærin
Fréttir
Í gær

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“

Guðmundur fær ekki 670 þúsund krónur endurgreiddar sem svindlarar stálu af kreditkorti hans – „Óréttlætið hefur haft betur að mínu mati“
Fréttir
Í gær

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag

Íbúar og fyrirtæki í miðborginni hvött til að plokka á laugardag
Fréttir
Í gær

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“

Berfætt kona í kjól hneykslaði við Gljúfrabúa – „Þetta er svo mikil óvirðing gagnvart náttúrunni og öðru fólki“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi

Svona notuðu svikarar Netflix til að hafa rúmar 300 þúsund krónur af óvarkárum Íslendingi