Leikarinn Þórir Sæmundsson þvertekur fyrir að sigla undir fölsku flaggi á Twitter þessa daganna, en hann hefur þó verið ítrekað sakaður um að vera að baki gervi-aðgang sem ýft hefur fjaðrir á miðlinum undanfarna daga.
Allt ætlaði um koll að keyra í samfélaginu í nóvember þegar Kveikur birti viðtal við leikarann Þóri Sæmundsson þar sem hann rakti þær raunir sem hann hefur gengið í gegnum síðan honum var slaufað, eða hann útilokaður, en það átti sér stað árið 2017 í kjölfar þess uppljóstrað var um að hann hafði lagt stund á að senda myndir af getnaðarlim sínum ungar stúlkur, í þeirra óþökk.
Þórir hefur haft hægt um sig í opinberri umræðu í kjölfar Kveiks-þáttarins og þeirrar gífurlegu reiði sem vaknaði í samfélaginu í kjölfar sýningar hans. Eða hvað?
Þórir vakti athygli árið 2019 þegar það kom á daginn að hann væri maðurinn á bak við Twitter-aðganginn BoringGylfiSig sem hafði vakið athygli á Twitter í nokkurn tíma. Sá aðgangur var ekki vinsæll meðal almennings og virtist það koma fáum á óvart þegar Þórir reyndist vera þar að verki.
Sjá einnig: Þetta er maðurinn á bakvið umdeildan íslenskan Twitter-aðgang:,,Hvenær ætlarðu að hætta að áreita stelpur?“
Nú hefur annar gervi-aðgangur vakið athygli á Twitter og telja margir að þarna sé Þórir aftur kominn til að tjá sig í skjóli nafnleyndar. Um fátt annað hefur verið rætt á miðlinum undanfarna daga en um Þóri og aðganginn EvaLunaDio sem flestir eru sannfærðir um að Þórir stýri. Hafa þá margir rifjað það upp að Þórir lék eitt sinn í leikritinu Evu Lunu. Eins hafa margir veitt því eftirtekt að myndin sem fylgir aðgangi Evu er í reynd fengin af netinu.
Þórir sjálfur hefur nú tjáð sig um málið, en hann þvertekur fyrir að vera Eva Luna á Twitter.
„Heyrði það að það væri brjálað fólk á twitter að vera brjálað af því það heldur að ég sé einhver er nafnlaus account þar. Eitthvað Eva Lúna dæmi.
Ég vissi ekki hvað maðurinn frá Mannlífi sem hringdi í mig gær var að tala um, því það er orðið nokkuð síðan ég var á þeim eitraða vettvangi sem twitter er, en vissulega lék ég í Evu Lúnu í Borgarleikhúsinu um 1994 að ég held.
Svo á ég að hata Píetasamtökin undir þessu nafni eða eitthvað svoleiðis.“
Þórir segist hvorki hafa lesið né ætla sér að lesa hvað þessi gervi-aðgangur hafi verið að segja og þá umræðu sem nú á sér stað um Þóri sjálfan.
„Ég hef ekki séð eða lesið það sem stendur á þessum reikningi og ég nenni ekki að kynna mér það, en ég skal fullyrða hér að það er ekki ég sem stend á bakvið þetta Evu Lúnu dæmi.
Svo er líka algerlega ótengt þessu verið að birta einhver viðreynslu-skilaboð sem ég hef sent á einhverja skvísu eins og til að sanna eitthvað á minn hlut og það er semi það fyndnasta sem ég veit.
Góðar stundir.“
Þórir heldur þó áfram og veltir því fyrir sér hvort að fjölmiðlar ættu að hætta að gera sér mat úr Twitterfærslum. Eins ættu landsmenn að temja sér að vera betri hvert við annað. Margir á Twitter mættu koma fram við aðra eins og þeir vilji láta koma fram við sig.
„Kannski ættu fjölmiðlar að hætta fréttaflutningi þaðan filterslaust, kannski ættum við að hætta að vera svona ógeðsleg hvert við annað þar og finnast sjálfsagt að níða annað fólk niður, sama hvað það hefur kannski gert á einhverjum tímapunkti lífsins.
Kannski myndu einhverjar alvöru byltingar verða ef kærleiksbirnirnir á twitter myndu fara eftir sínum eigin predikunum og sýna mildi, kærleika, virðingu og gæsku þegar þau bylta samfélagi sínu.
Þetta átti ekki að vera neinn væl póstur og sorry ef það skín eitthvað í gegn, skal viðurkenna að ég er langþreyttur á þessum látum.
En pointið var: þetta er ekki ég.“
Eins og sjá má hér að neðan eru þó margir á því máli að aðgangurinn Eva Luna sé í raun Þórir, en myndin sem fylgir aðgangnum er fengin á Internetinu og sýnir erlenda konu. Mörgum þótti sérstaklega grunsamlegt að þegar fyrstu tíst bárust þess efnis að Eva væri í reynd Þórir – þá var aðgangi Evu snarlega eytt. Aðgangurinn hefur þó opnað aftur og er nú sérstaklega umhugað um önnur tíst sem tengja Evu við Þóri.
Je suis Þórir Sæm 😂 pic.twitter.com/li9G8uY5MZ
— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 25, 2022
Nú kem ég hér sjaldan en er ekki eitthvað brenglað við það þegar annar hver pc-níðingurinn siglir undir fölsku flaggi (eða er slík smásál og nóboddí að öllum er drull) að það skuli teljast meiriháttar sigur að fletta ofan af því að einhver Eva Luna hafi í raun verið Þórir Sæm?
— Jakob Bjarnar (@JakobBjarnar) January 24, 2022
Eva Luna – blinda stelpan … sem reyndist svo siðblindi typpasendandinn Þórir Sæm — Atriði úr Hemma Gunn, því hann trendar aftur, og á það #verbuðin að þakka!https://t.co/O2ft0pmRBh
— Halldór Högurður (@hogurdur) January 23, 2022
r u ok? pic.twitter.com/4NwRrYXXub
— Edda Falak (@eddafalak) January 23, 2022
Íslendingar á twitter: handbolti, lægðin, covid
Þórir Sæm: 🤡 þau munu aldrei fatta að eva sé feik 🤡— Áslaug Adda Maríusdóttir (@aslaugadda) January 23, 2022
Er þetta Þórir Sæm? 😂 https://t.co/7BTR8HCdsT
— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 23, 2022
😂 greyið Þórir
— Eva Luna (@EvaLunaDio) January 23, 2022
Ef ég væri "Eva Luna" og allir myndu benda á Þóri og enginn myndi fatta hver væri á bak við prófílinn þá myndi ég iða af kátínu – svona eins og Láki. Ég myndi ekki hætta! En fyrst hún "Eva Luna" er horfin af forritinu á sama tíma og Þórir er outaður þá er þetta 99.9999999% öruggt https://t.co/DYnHLGLKA5
— Sigurlaug Lára (@SigurlaugL) January 25, 2022
Segist ekki vera Þórir sæm en veist samt dagsetninguna?
— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) January 24, 2022
Ok. pic.twitter.com/4QY1kEdL2Z
— Ólöf Tara (@OlofTara) January 24, 2022
Þórir Sæm með annan leyni twitter aðgang til þess að áreita fólk? Hlakka til þegar Kveikur gerir follow up á viðtalið við hann til þess að undirstrika hversu mikið fórnarlamb hann er og hversu mikið hann er ekki að vinna í sínum málum 👌🏻
— Birta Sæmundsdóttir (@birtasaem) January 24, 2022
Yall are creeps, ekki bara siðlausi þórir sæm https://t.co/COtDkg8EWe
— kris (@ketaminros) January 23, 2022
— Kötturinn (@AtliKisi) January 24, 2022
Nei, ég er ekki Þórir Sæm. Hvernig dettur þér svona vitleysa í hug? pic.twitter.com/W8KmjMhog9
— gunnare (@gunnare) January 24, 2022
ég held að allir fake accounts séu þórir sæm, sóttólfur er þórir sæm, bjónsi er þórir sæm, dril er þórir sæm
— atli (@atliatliatli) January 24, 2022
Langar að byrja daginn á að óska góða og umburðalinda fólkinu innilega til hamingju að hafa fundið út að Eva Luna var í raun Þórir Sæmundsson og hrakið hann af forritinu. Eftir að hafa úthýst Þóri í raunheimum hlítur þetta að teljast alslemma góðmennskunnar og umburðalindisins!
— Bjónsi (@Bjnsi2) January 24, 2022