fbpx
Fimmtudagur 06.febrúar 2025
Fréttir

Sárgrætilegt tap fyrir Króötum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. janúar 2022 16:11

Mynd/EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslendingar töpuðu með eins marks mun gegn Króötum 22:23 í köflóttum leik. Ísland náði yfirburðastöðu um miðjan fyrri hálfleik, 9:4, en Króatar sneru leiknum við, minnkuðu muninn fram að hálfleik niður í 10:12 og sigldu fram úr í síðari hálfleik, náðu þá mest fimm marka forystu.

Ísland náði að snúa leiknum aftur við, vinna upp forskotið og komast yfir. En það sem varð liðinu að falli undir lokin var slæm nýting á dauðafærum og Króatar náðu að merja eins marks sigur.

Hornamaðurinn Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur með 6 mörk og Ómar Ingi Magnússon skoraði 5. Elvar Ásgeirsson skoraði fjögur mörk.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í markinu allan leikinn og varði 10 skot.

Síðasti leikur Íslands er gegn Svartfjallalandi á miðvikudag. Von um sæti í undanúrslitum er enn fyrir hendi en frammistaða hins unga íslenska liðs á mótinu er samt frábær, sérstaklega þegar haft er í huga gífurleg forföll lykilmanna vegna Covid-smita.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum

Kona ók dópuð eftir Suðurlandsvegi með barn í bílnum
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu

Hættustigi lýst yfir á öllu landinu
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs

Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna veðurs
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“

Miðbæjarbúar skiptast í fylkingar eftir viðtal Íslands í dag við Ólaf og Esther – „Komin út fyrir allan þjófabálk“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“

„Forsetinn er opinberlega að kalla eftir þjóðernishreinsunum þar sem hann situr við hliðina á stríðsglæpamanni“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun

Segir Vítalíu hafa verið margsaga og framburð hennar ekki standast skoðun