Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir hefur sagt lausu starfi sínu sem aðstoðardagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Ragnhildar.
Í tilkynningunni segir Ragnhildur að hugur hennar núna standi meira til þáttagerðar og framleiðslu efnis en að sinna ahliða dagskrártengdum málefnum. Ætlar hún því að sinna dagskrárgerð hjá RÚV.
„Þetta hefur verið lærdómsríkur, krefjandi og skemmtilegur tími. Takk fyrir mig. Það er öllum hollt að staldra við endrum og eins, endurmeta stöðuna, gildin sín og finna hvar hjartað slær,“ segir Ragnhildur í tilkynningu sinni.