Starfsfólk smitsjúkdómadeildar Landspítalans fékk glaðning frétt fyrir helgi þegar Pizzan sendi þangað stafla af pizzum sem starfsfólkið gæddi sér á í hádeginu.
Pizzan birti mynd af starfsfólkinu á Facebook-síðu sinni og eftirfarandi texta:
„Sannar hetjur Heimsending á smitsjúkdómadeildina á Landspítalanum í hádeginu í dag ! Fengum senda þessa geggjuðu mynd af teyminu gæða sér á rjúkandi pizzum ! Takk kærlega fyrir vel unnin störf á þessum erfiðu tímum, forréttindi að geta glatt ykkur“
Eins og hvert mannsbarn veit hefur heilbrigðisstarfsfólk staðið í ströngu undanfarin tvö ár vegna Covid-faraldursins sem hefur valdið langvarandi álagi. Pizzan hvetur önnur fyrirtæki til að gleðja og og létta undir með starfsfólki Landspítalans.